Arion banki spáir hærri hagvexti á árinu Sæunn Gísladóttir skrifar 15. júlí 2016 13:21 Á öðrum ársfjórðungi nam vöxtur kortaveltu 12,4 prósent. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Arion banka hefur fært hagvaxtarspá sína fyrir árið 2016 upp á við, úr 4,3 prósent í mars í 4,9 prósent. Fram kemur í greiningu bankans að aðstæður í efnahagslífinu séu til þess fallnar að auka bjartsýni, atvinnuleysi er með minnsta móti, afnám hafta er komið vel á veg og hagvaxtarhorfur eru betri en í flestum þróuðum ríkjum, svo ekki sé minnst á góðan árangur landsliðanna okkar í fótbolta sem kitlað hefur þjóðarstoltið. Í byrjun júní birti Hagstofa Íslands landsframleiðslutölur fyrir fyrsta fjórðung þessa árs sem báru þess skýr merki að mikill kraftur er í hagkerfinu um þessar mundir. Hagvöxtur mældist 4,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og var þetta sterkasti fyrsti fjórðungur hagvaxtarlega séð síðan 2008. Af þeim 35 ríkjum sem mynda OECD eru aðeins þrjú ríki sem geta státað af meiri hagvexti en Ísland á fyrsta fjórðungi ársins. Líkt og kom fram þá flaug hagkerfið nokkuð hærra en við reiknuðum með í okkar síðustu hagspá, en að samneyslu undanskilinni vanmátum við alla undirliði landsframleiðslunnar. Nú þegar annar ársfjórðungur er liðinn og hátíðnivísbendingar, s.s. kortavelta og utanríkisverslun, eru byrjaðar að tínast inn höfum við ráðist í að uppfæra hagspá okkar frá því í mars. Hafa ber í huga að ekki er um að ræða nýja hagspá – aðeins uppfærslu fyrir yfirstandandi ár. Fram kemur í greiningunni að kortavelta geti verið gagnleg vísbending um umsvif í hagkerfinu, en þróun kortaveltu hefur töluvert forspárgildi um þróun einkaneyslu. Á fyrsta ársfjórðungi jókst kortavelta um 11,3 prósent og einkaneysla um 7,1 prósent, sem er mesti einkaneysluvöxtur á einum fjórðungi síðan 2008. Annar ársfjórðungur bætti um betur, en þá nam vöxtur kortaveltu 12,4 prósent. Þessi mikli kortaveltuvöxtur bendir til þess að einkaneyslan sé að gefa enn meira í, og er ein af forsendum þess að við höfum fært einkaneysluspá okkar upp á við. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Greiningardeild Arion banka hefur fært hagvaxtarspá sína fyrir árið 2016 upp á við, úr 4,3 prósent í mars í 4,9 prósent. Fram kemur í greiningu bankans að aðstæður í efnahagslífinu séu til þess fallnar að auka bjartsýni, atvinnuleysi er með minnsta móti, afnám hafta er komið vel á veg og hagvaxtarhorfur eru betri en í flestum þróuðum ríkjum, svo ekki sé minnst á góðan árangur landsliðanna okkar í fótbolta sem kitlað hefur þjóðarstoltið. Í byrjun júní birti Hagstofa Íslands landsframleiðslutölur fyrir fyrsta fjórðung þessa árs sem báru þess skýr merki að mikill kraftur er í hagkerfinu um þessar mundir. Hagvöxtur mældist 4,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og var þetta sterkasti fyrsti fjórðungur hagvaxtarlega séð síðan 2008. Af þeim 35 ríkjum sem mynda OECD eru aðeins þrjú ríki sem geta státað af meiri hagvexti en Ísland á fyrsta fjórðungi ársins. Líkt og kom fram þá flaug hagkerfið nokkuð hærra en við reiknuðum með í okkar síðustu hagspá, en að samneyslu undanskilinni vanmátum við alla undirliði landsframleiðslunnar. Nú þegar annar ársfjórðungur er liðinn og hátíðnivísbendingar, s.s. kortavelta og utanríkisverslun, eru byrjaðar að tínast inn höfum við ráðist í að uppfæra hagspá okkar frá því í mars. Hafa ber í huga að ekki er um að ræða nýja hagspá – aðeins uppfærslu fyrir yfirstandandi ár. Fram kemur í greiningunni að kortavelta geti verið gagnleg vísbending um umsvif í hagkerfinu, en þróun kortaveltu hefur töluvert forspárgildi um þróun einkaneyslu. Á fyrsta ársfjórðungi jókst kortavelta um 11,3 prósent og einkaneysla um 7,1 prósent, sem er mesti einkaneysluvöxtur á einum fjórðungi síðan 2008. Annar ársfjórðungur bætti um betur, en þá nam vöxtur kortaveltu 12,4 prósent. Þessi mikli kortaveltuvöxtur bendir til þess að einkaneyslan sé að gefa enn meira í, og er ein af forsendum þess að við höfum fært einkaneysluspá okkar upp á við.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira