Sturlun í Nice Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. júlí 2016 13:14 Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun