Verslun bandaríska smásölurisans Costco verður opnuð hér á landi í marslok 2017, en ekki á þessu ári eins og áður stóð til. Ástæða seinkunarinnar er að verkið frestast vegna tæknilegra atriða.
„Það er stefnt að því að opna í enda mars. Frágangur á kaupsamningi tafðist. Þeir eru voðalega nákvæmir á öllum hlutum og vildu hafa allt 100 prósent á hreinu áður en þeir byrjuðu,“ segir Samúel Guðmundsson, hjá Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar.
Í byrjun árs 2015 var fyrst greint frá því að Costco hygðist opna verslun í Kauptúni í Garðabæ. Fyrst var stefnt að því að verslunin yrði opnuð fyrri hluta árs 2016. Í mars greindi svo Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, frá því að verslunin yrði opnuð í nóvember ef allt gengi að óskum og að framkvæmdir ættu að hefjast nú í júní.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opnun Costco á Íslandi frestast

Tengdar fréttir

Costco opnar í nóvember
„Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar.

Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016
Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016.

Costco mun umturna íslenskum markaði
Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur.