Erlent

Rússnesk þyrla skotin niður í Sýrlandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sýrlenskir stjórnarhermenn hafa náð stærstum hluta Palmyra aftur á sitt vald.
Sýrlenskir stjórnarhermenn hafa náð stærstum hluta Palmyra aftur á sitt vald. vísir/epa
Tveir rússneskir flugmenn létu lífið þegar þyrla þeirra var skotin niður af vígamönnum skammt frá Homs og Palmyra í Sýrlandi. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Mennirnir tveir höfðu ráðist að hópi vígamanna Íslamska ríkisins en hópurinn hafði flosnað frá bækistöðvum samtakanna. Rússarnir urðu hins vegar fyrir því óláni að vera skotfæralausir. Mennirnir á jörðu niðri skutu þá að þyrlunni þar til hún hrapaði.

Myndband af atvikinu hefur ratað inn á spjallborð liðsmanna ISIS og auk þess á aðganga liðsmanna á ýmsum samfélagsmiðlum. Þar heyrast þeir segja í bakgrunni „Hún hefur hrapað. Guð er mestur“.

Rússneskir hermenn hófu þátttöku í bardögum í Sýrlandi undir lok síðasta árs. Þeir styðja stjórnarhermenn Bashar al-Assad.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×