Áhrif Brexit neikvæð en umfangið enn óljóst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2016 11:18 Ingólfur Bender vísir/gva „Þegar stórt er spurt. Það er gífurleg óvissa um áhrifin og enn á allt eftir að koma í ljós,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar hjá Íslandsbanka, í samtali við Vísi aðspurður um hvaða áhrif útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa. Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr Evrópusambandinu. Tæplega 52 prósent kjósenda var hlynntur því að ganga úr sambandinu. „Viðbrögðin á fjármálamarkaði eru þau að pundið hefur lækkað mjög sem og hlutabréf. Lækkun pundins er áhyggjuefni fyrir Ísland og mögulegan hagvöxt í Bretlandi,“ segir Ingólfur. Bretland er stór útflutningsmarkaður fyrir Ísland og að auki eru Bretar næststærsti hópurinn sem heimsækir landið. Sjávarútvegsfyrirtæki landsins selja umtalsvert magn af vörum til Bretlands og ljóst að útgangan gæti verið högg fyrir þau. „Mínar áhyggjur snúa að framtíð ESB og EES. Þær áhyggjur snúa ekki aðeins að hagsmunum þeim sem eru undir fyrir Ísland heldur fyrir þetta svæði almennt og stóru myndina í kringum það. Það er erfitt að spá um umfang áhrifanna.“ Áhrifa útgöngunnar gætir hér heima en hlutabréf í Kauphöllinni hafa tekið dýfu í dag. Til dæmis hafa bréf í Marel og Icelandair lækkað um fjögur prósent. Aðrar tölur eru allar rauðar þó lækkunin sé mismikil. „Það er víst að þetta hefur neikvæð áhrif í för með sér, hve mikil verður að koma í ljós. Það veltur allt á því hvernig framhaldið spilast í öðrum ríkjum og hvernig Bretland sjálft tekur á þessu. Hvaða samningar fylgja útgöngunni og hvar landið endar að útgöngu lokinni,“ segir Ingólfur að lokum. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Þegar stórt er spurt. Það er gífurleg óvissa um áhrifin og enn á allt eftir að koma í ljós,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar hjá Íslandsbanka, í samtali við Vísi aðspurður um hvaða áhrif útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa. Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr Evrópusambandinu. Tæplega 52 prósent kjósenda var hlynntur því að ganga úr sambandinu. „Viðbrögðin á fjármálamarkaði eru þau að pundið hefur lækkað mjög sem og hlutabréf. Lækkun pundins er áhyggjuefni fyrir Ísland og mögulegan hagvöxt í Bretlandi,“ segir Ingólfur. Bretland er stór útflutningsmarkaður fyrir Ísland og að auki eru Bretar næststærsti hópurinn sem heimsækir landið. Sjávarútvegsfyrirtæki landsins selja umtalsvert magn af vörum til Bretlands og ljóst að útgangan gæti verið högg fyrir þau. „Mínar áhyggjur snúa að framtíð ESB og EES. Þær áhyggjur snúa ekki aðeins að hagsmunum þeim sem eru undir fyrir Ísland heldur fyrir þetta svæði almennt og stóru myndina í kringum það. Það er erfitt að spá um umfang áhrifanna.“ Áhrifa útgöngunnar gætir hér heima en hlutabréf í Kauphöllinni hafa tekið dýfu í dag. Til dæmis hafa bréf í Marel og Icelandair lækkað um fjögur prósent. Aðrar tölur eru allar rauðar þó lækkunin sé mismikil. „Það er víst að þetta hefur neikvæð áhrif í för með sér, hve mikil verður að koma í ljós. Það veltur allt á því hvernig framhaldið spilast í öðrum ríkjum og hvernig Bretland sjálft tekur á þessu. Hvaða samningar fylgja útgöngunni og hvar landið endar að útgöngu lokinni,“ segir Ingólfur að lokum.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15