Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 09:55 Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. Vísir/Andri Marinó Seðlabanki Íslands reiknar með að áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á íslenskan efnahag og fjármálamarkað verði líklegast neikvæð en þó ekki veruleg. Þetta kemur fram í minnisblaði sem bankinn sendi stjórnvöldum á Íslandi í vikunni og endurbirtir nú vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í gær. Sem kunnugt er, samþykkti naumur meirihluti Breta að yfirgefa sambandið eftir 43 ára veru þar. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland verði sennilega lítillega neikvæð og lýsi sér helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. „Áhætta sem snýr að íslenskum bönkum og fjármálakerfinu í heild er lítil,“ segir í minnisblaðinu. „Endurfjármögnun ríkissjóðs gæti orðið fyrir áhrifum af hærri vaxtaálögum til skamms tíma en þar sem þörfin er ekki brýn mætti bíða með útgáfu þar til markaðir hafa róast og áhættusækni eykst að nýju.“ Jafnframt segir Seðlabankinn að dreifð gjaldmiðlaeign og góð lausafjárstaða geri bankann vel í stakk búinn til þess að takast á við mögulegar neikvæðar hliðarverkanir á fjármálamarkaði eða greiðslumiðlun. Þó segir í minnisblaðinu að samdráttur í landsframleiðslu helstu viðskiptalanda Íslands í kjölfar útgöngu Breta og minna umfang heimsviðskipta myndi líklega hafa einhver neikvæð áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Gæti hún orðið um 0,2 prósent minni en ella samkvæmt mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) en erfitt sé þó að meta slíkt. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Seðlabanki Íslands reiknar með að áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á íslenskan efnahag og fjármálamarkað verði líklegast neikvæð en þó ekki veruleg. Þetta kemur fram í minnisblaði sem bankinn sendi stjórnvöldum á Íslandi í vikunni og endurbirtir nú vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í gær. Sem kunnugt er, samþykkti naumur meirihluti Breta að yfirgefa sambandið eftir 43 ára veru þar. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland verði sennilega lítillega neikvæð og lýsi sér helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. „Áhætta sem snýr að íslenskum bönkum og fjármálakerfinu í heild er lítil,“ segir í minnisblaðinu. „Endurfjármögnun ríkissjóðs gæti orðið fyrir áhrifum af hærri vaxtaálögum til skamms tíma en þar sem þörfin er ekki brýn mætti bíða með útgáfu þar til markaðir hafa róast og áhættusækni eykst að nýju.“ Jafnframt segir Seðlabankinn að dreifð gjaldmiðlaeign og góð lausafjárstaða geri bankann vel í stakk búinn til þess að takast á við mögulegar neikvæðar hliðarverkanir á fjármálamarkaði eða greiðslumiðlun. Þó segir í minnisblaðinu að samdráttur í landsframleiðslu helstu viðskiptalanda Íslands í kjölfar útgöngu Breta og minna umfang heimsviðskipta myndi líklega hafa einhver neikvæð áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Gæti hún orðið um 0,2 prósent minni en ella samkvæmt mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) en erfitt sé þó að meta slíkt.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46