Lengri barátta ekki endilega endað öðruvísi Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir lágt fylgi Davíðs eitt af stóru tíðindunum í kosingabaráttunni. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Kjörsóknin í nýliðnum forsetakosningum, sem mældist 75,7 prósent, var í takt við kosningu nýs forseta. Hún var minni fyrir fjórum árum þar sem þjóðin var ekki að kjósa sér nýjan forseta á kjördag. Þetta er mat Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Hann segir ómögulegt að segja hvort baráttan hefði endað öðruvísi ef hún hefði verið lengri. „Kjörsókn á Íslandi hefur í rauninni verið há. Hér er rótgróin og mjög sterk lýðræðishefð, þó að þetta embætti sé sérkennilegt, þá hafa Íslendingar mikinn áhuga á því. Svo kom smávægileg hreyfing á þetta þegar fylgið fór á hreyfingu í lokin,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að niðurstaðan hefði svo sem ekki endilega orðið önnur ef kosningabaráttan hefði verið lengri. Ég myndi halda að Halla hafi toppað á alveg hárréttum tíma, mikil fylgisaukning í einu hendingsstökki án þess þó að vera meðhöndluð í kosningabaráttunni sem mögulegur forseti. Hún fer óáreitt í gegnum kosningabaráttuna, aðrir frambjóðendur líta ekki á hana sem keppinaut og fjölmiðlar krefja hana ekki svara um feril sinn eins og gert er þegar að fólk á möguleika á kjöri. Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni.“ Eiríkur telur þó erfitt að meta áhrif þess á fylgið. Eiríkur segir fylgi Davíðs Oddsonar eitt af stórtíðindunum í kosningabaráttunni. „Hann var lang gagnrýnastur á Guðna og gerði veigamestu tilraunirnar til þess að vega að honum og sá tónn og bragur kannski fellur ekkert sérstaklega vel að forsetakjöri. Þetta er annars konar embætti heldur en átakavettvangur stjórnmálanna og ég er ekki viss um að fólki líki sérstaklega vel við þann tón. Ég hugsa að sú útgáfa sem við sáum í sjónvarpinu á kosningakvöldi hafi verið mun vænlegri til árangurs."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Kjörsóknin í nýliðnum forsetakosningum, sem mældist 75,7 prósent, var í takt við kosningu nýs forseta. Hún var minni fyrir fjórum árum þar sem þjóðin var ekki að kjósa sér nýjan forseta á kjördag. Þetta er mat Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Hann segir ómögulegt að segja hvort baráttan hefði endað öðruvísi ef hún hefði verið lengri. „Kjörsókn á Íslandi hefur í rauninni verið há. Hér er rótgróin og mjög sterk lýðræðishefð, þó að þetta embætti sé sérkennilegt, þá hafa Íslendingar mikinn áhuga á því. Svo kom smávægileg hreyfing á þetta þegar fylgið fór á hreyfingu í lokin,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að niðurstaðan hefði svo sem ekki endilega orðið önnur ef kosningabaráttan hefði verið lengri. Ég myndi halda að Halla hafi toppað á alveg hárréttum tíma, mikil fylgisaukning í einu hendingsstökki án þess þó að vera meðhöndluð í kosningabaráttunni sem mögulegur forseti. Hún fer óáreitt í gegnum kosningabaráttuna, aðrir frambjóðendur líta ekki á hana sem keppinaut og fjölmiðlar krefja hana ekki svara um feril sinn eins og gert er þegar að fólk á möguleika á kjöri. Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni.“ Eiríkur telur þó erfitt að meta áhrif þess á fylgið. Eiríkur segir fylgi Davíðs Oddsonar eitt af stórtíðindunum í kosningabaráttunni. „Hann var lang gagnrýnastur á Guðna og gerði veigamestu tilraunirnar til þess að vega að honum og sá tónn og bragur kannski fellur ekkert sérstaklega vel að forsetakjöri. Þetta er annars konar embætti heldur en átakavettvangur stjórnmálanna og ég er ekki viss um að fólki líki sérstaklega vel við þann tón. Ég hugsa að sú útgáfa sem við sáum í sjónvarpinu á kosningakvöldi hafi verið mun vænlegri til árangurs."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira