Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2016 20:20 Bormenn Vaðlaheiðarganga vonast nú til að slá í gegn fyrir lok þessa árs. Þeir segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. Rætt var við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., í fréttum Stöðvar 2. Vinnusvæðið blasir við frá Akureyri enda er gangamuninn Eyjafjarðarmegin aðeins um sex kílómetra frá miðbæ höfuðstaðar Norðurlands. Nú er búið að grafa 76 prósent ganganna og bormennirnir fimmtíu skynja vaxandi eftirvæntingu nú þegar farið er að hylla undir þáttaskil í verkinu. „Það er vel fylgst með facebook-síðu okkar og heimasíðunni okkar hvernig staðan er og fólk hefur fullan skilning á því að verkið er að dragast,” segir Valgeir. Gangagerðin er orðin um ári á eftir áætlun. Eyjafjarðarmegin var það heitt vatn sem seinkaði verkinu en Fnjóskadalsmegin kalt vatn samhliða miklu berghruni á tíu til tólf metra kafla. „Allt saman er þetta ekkert óþekkt í jarðgangagerð. En við erum búnir að fá hérna við Vaðlaheiðargöng eiginlega allt sem hægt er að geta gerst í göngum, eiginlega meira en nóg.”Í göngunum Fnjóskárdalsmegin er nú verið að styrkja bergið með gerð svokallaðs pípuþaks. Starfsmennirnir til hægri hræra efnablöndu til þéttingar og styrkingar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Gangagröftur er nú einungist í gangi Eyjafjarðarmegin en þar er búið að grafa fjóra kílómetra. Fnjóskadalsmegin er búið að grafa einn og hálfan kílómetra en þar er munninn á móts við gömlu Fnjóskárbrúna. Þar er unnið að styrkingu bergsins með því að gera svokallað pípuþak, sem er einstakt í göngum á Íslandi. „Þegar búið verður að klára þessar vinnustyrkingar hér þá verður hægt að hefja gangagröftinn beggja vegna frá. Og þá erum við að tala um helmingi meiri afköst heldur en búið er að vera hingað til,” segir Valgeir. Afköstin gætu þá farið upp í 80 til 90 metra á viku sem þýddi að menn þyrftu ekki marga mánuði til að klára þá 1750 metra sem eftir eru ógrafnir af 7200 metra löngum göngum. En svo eru það spurningarnar sem brenna á, að minnsta kosti þeim sem búa nærri göngunum; hvenær slá þeir í gegn og hvenær verða göngin tilbúin? „Ef allt gengur eftir ættum við að geta náð því í lok þessa árs, gegnumslaginu. Þá er allur yfirborðsfrágangur eftir. Það getur tekið 12-14 mánuði, sú vinna. Þannig að endanleg verklok gætu verið í árslok 2017 eða ársbyrjun 2018,” svarar framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Tengdar fréttir Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00 Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bormenn Vaðlaheiðarganga vonast nú til að slá í gegn fyrir lok þessa árs. Þeir segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. Rætt var við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., í fréttum Stöðvar 2. Vinnusvæðið blasir við frá Akureyri enda er gangamuninn Eyjafjarðarmegin aðeins um sex kílómetra frá miðbæ höfuðstaðar Norðurlands. Nú er búið að grafa 76 prósent ganganna og bormennirnir fimmtíu skynja vaxandi eftirvæntingu nú þegar farið er að hylla undir þáttaskil í verkinu. „Það er vel fylgst með facebook-síðu okkar og heimasíðunni okkar hvernig staðan er og fólk hefur fullan skilning á því að verkið er að dragast,” segir Valgeir. Gangagerðin er orðin um ári á eftir áætlun. Eyjafjarðarmegin var það heitt vatn sem seinkaði verkinu en Fnjóskadalsmegin kalt vatn samhliða miklu berghruni á tíu til tólf metra kafla. „Allt saman er þetta ekkert óþekkt í jarðgangagerð. En við erum búnir að fá hérna við Vaðlaheiðargöng eiginlega allt sem hægt er að geta gerst í göngum, eiginlega meira en nóg.”Í göngunum Fnjóskárdalsmegin er nú verið að styrkja bergið með gerð svokallaðs pípuþaks. Starfsmennirnir til hægri hræra efnablöndu til þéttingar og styrkingar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Gangagröftur er nú einungist í gangi Eyjafjarðarmegin en þar er búið að grafa fjóra kílómetra. Fnjóskadalsmegin er búið að grafa einn og hálfan kílómetra en þar er munninn á móts við gömlu Fnjóskárbrúna. Þar er unnið að styrkingu bergsins með því að gera svokallað pípuþak, sem er einstakt í göngum á Íslandi. „Þegar búið verður að klára þessar vinnustyrkingar hér þá verður hægt að hefja gangagröftinn beggja vegna frá. Og þá erum við að tala um helmingi meiri afköst heldur en búið er að vera hingað til,” segir Valgeir. Afköstin gætu þá farið upp í 80 til 90 metra á viku sem þýddi að menn þyrftu ekki marga mánuði til að klára þá 1750 metra sem eftir eru ógrafnir af 7200 metra löngum göngum. En svo eru það spurningarnar sem brenna á, að minnsta kosti þeim sem búa nærri göngunum; hvenær slá þeir í gegn og hvenær verða göngin tilbúin? „Ef allt gengur eftir ættum við að geta náð því í lok þessa árs, gegnumslaginu. Þá er allur yfirborðsfrágangur eftir. Það getur tekið 12-14 mánuði, sú vinna. Þannig að endanleg verklok gætu verið í árslok 2017 eða ársbyrjun 2018,” svarar framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.
Tengdar fréttir Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00 Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi. 16. febrúar 2016 07:00
Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir Heildarumferð um Víkurskarð er meiri en spár um umferð um Vaðlaheiðargöng gerðu ráð fyrir. Umferð það sem af er ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Göngin hafa ekki lengst síðan vatn fór að streyma inn í þau að austanverðu. 6. maí 2015 07:00