Fólksfjölgun skýrði stóran hluta hækkunar húsnæðisverðs fyrir hrun jón hákon halldórsson skrifar 25. maí 2016 14:00 Lúðvík segir að þótt fólksflutningar skýri stóran hluta af þeirri verðhækkun sem varð á íbúðarhúsnæði á árunum 2004 fram til ársins 2008 þurfi hið sama ekki að eiga við núna. Fréttablaðið/Vilhelm Ástæður verðhækkana á húsnæði í aðdraganda bankahrunsins voru margvíslegar. Eftir einkavæðingu bankanna gerbreyttist íbúðalánamarkaðurinn og eftir hrunið breyttist húsnæðislánamarkaðurinn svo aftur. Í nýrri grein Lúðvíks Elíassonar, hagfræðings hjá fjármálastöðugleika Seðlabankans, kemur fram að fólksflutningar til landsins skýra líka stóran hluta verðbreytinga á árunum 2004 til 2014. Grein Lúðvíks nefnist Icelandic Boom and Bust og birtist á vef tímaritsins Housing Studies. Þar sýnir Lúðvík fram á að 1% fólksfjölgun vegna aðfluttra umfram brottflutta á ári olli ríflega 4% verðhækkun umfram það sem annars hefði orðið. Fólksfjölgunin skýrir þar með nálægt þriðjung af þeirri verðhækkun sem varð á árunum 2004 til og með ársins 2007. Í grein Lúðvíks kemur fram að húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 95 prósent á árunum 2004 til og með árinu 2007 eða um 59 prósent að raunvirði. Þar af skýrir fjöldi aðfluttra umfram brottflutta 23 prósent af hækkuninni samkvæmt útreikningum Lúðvíks. Á sama tíma jókst fjárfesting í íbúðarhúsnæði um 74 prósent á föstu verðlagi og nam 7,7 prósentum af landsframleiðslu á fjórða fjórðungi ársins 2007. „Það eru margar kenningar um fólksflutninga og hvernig þeir hafa áhrif. Þegar menn hafa verið að meta þetta í öðrum löndum, til dæmis í Bretlandi, þá eru menn ekki að sjá svona mikil áhrif,“ segir Lúðvík. Hann bendir á að í Bretlandi hafi menn jafnvel talið að áhrifin væru neikvæð. „Þar sem kom mikið af innflytjendum inn þá fóru þeir tekjuháu út úr því sveitarfélagi. Og þá lækkuðu heildartekjurnar og þar með lækkaði fasteignaverðið,“ segir Lúðvík og bætir því við að áhrifin hérna hafi því verið ólík því sem gerist annars staðar. „Ég held að þau skýrist meðal annars af því að ráðstöfunartekjur voru að aukast það mikið að fólk var að verða ríkara. Það var að kaupa stærra og byggja. Svo kemur inn tiltölulega ódýrt vinnuafl og byggingarkostnaður lækkar,“ segir Lúðvík. Það sem gerist hins vegar er að hópurinn sem kemur inn kaupir ódýru íbúðirnar. Fólkið sem á ódýru íbúðirnar á þar með auðveldara með að losa sig við þær til að fara í stærra húsnæði og það ýtir kerfinu af stað. Lúðvík segir að þetta hafi síðan gengið til baka þegar fólki fór að fækka eftir hrunið. „Eitt prósent fækkun skýrir þá fjögur prósent af verðlækkun,“ segir hann. Lúðvík segir að það sé ekki endilega alltaf hægt að útskýra hækkun verðs með fjölgun innflytjenda. Núna sé eftirspurn eftir húsnæði miklu staðbundnari en hún var og ráðist af öðrum þáttum. Til dæmis sé eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum í miðbænum. „Þannig að það eru líklegast ferðamenn sem eru að skýra þetta núna,“ segir hann. Nauðsynlegt sé að fylgjast með hvað hafi áhrif hverju sinni. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ástæður verðhækkana á húsnæði í aðdraganda bankahrunsins voru margvíslegar. Eftir einkavæðingu bankanna gerbreyttist íbúðalánamarkaðurinn og eftir hrunið breyttist húsnæðislánamarkaðurinn svo aftur. Í nýrri grein Lúðvíks Elíassonar, hagfræðings hjá fjármálastöðugleika Seðlabankans, kemur fram að fólksflutningar til landsins skýra líka stóran hluta verðbreytinga á árunum 2004 til 2014. Grein Lúðvíks nefnist Icelandic Boom and Bust og birtist á vef tímaritsins Housing Studies. Þar sýnir Lúðvík fram á að 1% fólksfjölgun vegna aðfluttra umfram brottflutta á ári olli ríflega 4% verðhækkun umfram það sem annars hefði orðið. Fólksfjölgunin skýrir þar með nálægt þriðjung af þeirri verðhækkun sem varð á árunum 2004 til og með ársins 2007. Í grein Lúðvíks kemur fram að húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 95 prósent á árunum 2004 til og með árinu 2007 eða um 59 prósent að raunvirði. Þar af skýrir fjöldi aðfluttra umfram brottflutta 23 prósent af hækkuninni samkvæmt útreikningum Lúðvíks. Á sama tíma jókst fjárfesting í íbúðarhúsnæði um 74 prósent á föstu verðlagi og nam 7,7 prósentum af landsframleiðslu á fjórða fjórðungi ársins 2007. „Það eru margar kenningar um fólksflutninga og hvernig þeir hafa áhrif. Þegar menn hafa verið að meta þetta í öðrum löndum, til dæmis í Bretlandi, þá eru menn ekki að sjá svona mikil áhrif,“ segir Lúðvík. Hann bendir á að í Bretlandi hafi menn jafnvel talið að áhrifin væru neikvæð. „Þar sem kom mikið af innflytjendum inn þá fóru þeir tekjuháu út úr því sveitarfélagi. Og þá lækkuðu heildartekjurnar og þar með lækkaði fasteignaverðið,“ segir Lúðvík og bætir því við að áhrifin hérna hafi því verið ólík því sem gerist annars staðar. „Ég held að þau skýrist meðal annars af því að ráðstöfunartekjur voru að aukast það mikið að fólk var að verða ríkara. Það var að kaupa stærra og byggja. Svo kemur inn tiltölulega ódýrt vinnuafl og byggingarkostnaður lækkar,“ segir Lúðvík. Það sem gerist hins vegar er að hópurinn sem kemur inn kaupir ódýru íbúðirnar. Fólkið sem á ódýru íbúðirnar á þar með auðveldara með að losa sig við þær til að fara í stærra húsnæði og það ýtir kerfinu af stað. Lúðvík segir að þetta hafi síðan gengið til baka þegar fólki fór að fækka eftir hrunið. „Eitt prósent fækkun skýrir þá fjögur prósent af verðlækkun,“ segir hann. Lúðvík segir að það sé ekki endilega alltaf hægt að útskýra hækkun verðs með fjölgun innflytjenda. Núna sé eftirspurn eftir húsnæði miklu staðbundnari en hún var og ráðist af öðrum þáttum. Til dæmis sé eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum í miðbænum. „Þannig að það eru líklegast ferðamenn sem eru að skýra þetta núna,“ segir hann. Nauðsynlegt sé að fylgjast með hvað hafi áhrif hverju sinni.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent