Subaru fagnar 50 ára afmæli Boxervélarinnar Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 12:14 Boxer vél frá Subaru. Um hvítasunnuhelgina, nánar tiltekið laugardaginn 14. maí, fagnar Subaru því að 50 ár eru liðin frá því að fyrirtækið kynnti Boxervélina sem er eitt aðalsmerkja Subaru. Boxervélin er frábrugðin öðrum vélum að því leyti að í henni liggja strokkarnir lárétt en hvorki lóðrétt né í V eins og ýmist er í öðrum vélagerðum. Fyrir vikið er þyngdarpunktur Subarubíla lægri en í flestum öðrum bílgerðum og aksturseiginleikar og stöðugleiki á vegi að sama skapi meiri. Subaru kynnti boxervélina árið 1966 og hafa meira en 16 milljónir véla verið framleiddar síðan þá. Boxer vélar eru ekki mikið notaðar af bílaframleiðendum og nær einskorðast við Subaru og Porsche. Það var Karl Benz sem fyrst kom með Boxer vél í bíl árið 1896 og fékk einkaleyfi fyrir þessa vélargerð. Boxer vélar hafa mikið verið notaðar í flugvélar vegna lítils titrings sem frá þeim stafar. Þær hafa einnig talsvert verið notaðar í mótorhjól. Þó svo fáir bílaframleiðendur noti Boxer vélar í dag hafa margir þeirra áður fyrr notast við slíkar vélar, meðal annars Alfa Romeo, Mercedes Benz, Ford, Tatra, Citroën, Rover, Volkswagen, Chevrolet, Jowett og Ferrari, auk Porsche og Subaru.Allar gerðir Subaru bíla eru með Boxer vél. Hér sést Subaru Outback. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent
Um hvítasunnuhelgina, nánar tiltekið laugardaginn 14. maí, fagnar Subaru því að 50 ár eru liðin frá því að fyrirtækið kynnti Boxervélina sem er eitt aðalsmerkja Subaru. Boxervélin er frábrugðin öðrum vélum að því leyti að í henni liggja strokkarnir lárétt en hvorki lóðrétt né í V eins og ýmist er í öðrum vélagerðum. Fyrir vikið er þyngdarpunktur Subarubíla lægri en í flestum öðrum bílgerðum og aksturseiginleikar og stöðugleiki á vegi að sama skapi meiri. Subaru kynnti boxervélina árið 1966 og hafa meira en 16 milljónir véla verið framleiddar síðan þá. Boxer vélar eru ekki mikið notaðar af bílaframleiðendum og nær einskorðast við Subaru og Porsche. Það var Karl Benz sem fyrst kom með Boxer vél í bíl árið 1896 og fékk einkaleyfi fyrir þessa vélargerð. Boxer vélar hafa mikið verið notaðar í flugvélar vegna lítils titrings sem frá þeim stafar. Þær hafa einnig talsvert verið notaðar í mótorhjól. Þó svo fáir bílaframleiðendur noti Boxer vélar í dag hafa margir þeirra áður fyrr notast við slíkar vélar, meðal annars Alfa Romeo, Mercedes Benz, Ford, Tatra, Citroën, Rover, Volkswagen, Chevrolet, Jowett og Ferrari, auk Porsche og Subaru.Allar gerðir Subaru bíla eru með Boxer vél. Hér sést Subaru Outback.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent