Vextir óbreyttir þrátt fyrir lengsta stöðugleikaskeið aldarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2016 18:45 Verðbólga mældist 1,6 prósent í apríl. Hún hefur nú verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í rúmlega tvö ár samfleytt en samt hefur Seðlabankinn ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,75 prósentum. Var ákvörðun þess efnis kynnt í Seðlabankanum í dag. Verðbólgan fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014. Og hefur haldist þar síðan. Hún fór lægst á þessu tímabili í 0,8 prósent á tímabilinu desember 2014 til febrúar 2015. Verðbólgan hækkaði þegar líða tók á síðasta ár og var 2,2 prósent í ágúst en fór aldrei yfir markmið. Í apríl síðastliðnum mældist hún 1,6 prósent. Þetta er lengsta verðstöðugleikatímabil sem Íslendingar hafa gengið í gegnum síðan verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og þar með lengsta stöðugleikaskeið þessarar aldar. Stýrivextir mynda gólf fyrir annað vaxtastig í landinu. Fréttastofa hefur áður fjallað um að vextir af íbúðalánum eru miklu hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Velta má fyrir sér hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækkunar nú þegar verðbólgan hefur verið undir markmiði jafn lengi og raun ber vitni. „Það getur verið að við séum með hærra vaxtastig en við þurfum en það getur líka verið að það sé of lágt,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann segir að það sem hafi haldið verðbólgunni í skefjum hingað til séu erlendir þættir eins og lág alþjóðleg verðbólga og lágt verð á hrávörum eins og olíu, sem vegi þungt. „Þegar þessi áhrif fjara út sitjum við uppi með innlenda þætti sem toga á móti. Hér er komin framleiðsluspenna því umsvif hafa vaxið of hratt. Við höfum, vegna fyrri vandamála, verið að glíma við að verðbólguvæntingar hafa ekki haft trausta kjölfestu í markmiðinu okkar og laun hafa verið að hækka of mikið. Hættan sem við stöndum frammi fyrir er að þegar erlendu áhrifin fjara út munum við glíma við verðbólgu sem mun rísa hratt. Við erum einfaldlega að reyna að tryggja að það gerist ekki,“ segir Þórarinn. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Verðbólga mældist 1,6 prósent í apríl. Hún hefur nú verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í rúmlega tvö ár samfleytt en samt hefur Seðlabankinn ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,75 prósentum. Var ákvörðun þess efnis kynnt í Seðlabankanum í dag. Verðbólgan fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014. Og hefur haldist þar síðan. Hún fór lægst á þessu tímabili í 0,8 prósent á tímabilinu desember 2014 til febrúar 2015. Verðbólgan hækkaði þegar líða tók á síðasta ár og var 2,2 prósent í ágúst en fór aldrei yfir markmið. Í apríl síðastliðnum mældist hún 1,6 prósent. Þetta er lengsta verðstöðugleikatímabil sem Íslendingar hafa gengið í gegnum síðan verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og þar með lengsta stöðugleikaskeið þessarar aldar. Stýrivextir mynda gólf fyrir annað vaxtastig í landinu. Fréttastofa hefur áður fjallað um að vextir af íbúðalánum eru miklu hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Velta má fyrir sér hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækkunar nú þegar verðbólgan hefur verið undir markmiði jafn lengi og raun ber vitni. „Það getur verið að við séum með hærra vaxtastig en við þurfum en það getur líka verið að það sé of lágt,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann segir að það sem hafi haldið verðbólgunni í skefjum hingað til séu erlendir þættir eins og lág alþjóðleg verðbólga og lágt verð á hrávörum eins og olíu, sem vegi þungt. „Þegar þessi áhrif fjara út sitjum við uppi með innlenda þætti sem toga á móti. Hér er komin framleiðsluspenna því umsvif hafa vaxið of hratt. Við höfum, vegna fyrri vandamála, verið að glíma við að verðbólguvæntingar hafa ekki haft trausta kjölfestu í markmiðinu okkar og laun hafa verið að hækka of mikið. Hættan sem við stöndum frammi fyrir er að þegar erlendu áhrifin fjara út munum við glíma við verðbólgu sem mun rísa hratt. Við erum einfaldlega að reyna að tryggja að það gerist ekki,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira