Viðskipti erlent

Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti

ingvar haraldsson skrifar
Mark Carney, seðlabankastjóri Englandsbanka.
Mark Carney, seðlabankastjóri Englandsbanka. Mynd/Getty
Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, segir að kjós Bretar að yfirgefa Evrópusambandið geti það leitt til minni hagvaxtar og hærri verðbólgu að því er fram kemur í frétt BBC.

Bretar munu kjósa um áframhaldandi veru sína í Evópusambandinu þann 23. júní næstkomandi.

Í nýjustu verðbólguspá Englandsbanka kemur fram að búist er við að verðbólga verði 0,9 prósent að því gefnu að Bretar kjósi að vera áfram í Evrópusambandinu. Þá muni hagvöxtur aukast á síðari hluta ársins eftir hæg umsvif á fyrri hluta ársins árs.

Spáin var kynnt í morgun, þegar jafnframt var gefið út að stýrivextir verði áfram 0,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×