Ætla að bregðast við áður en vaxtamunarviðskiptin verða vandamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2016 19:00 Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að Seðlabankinn muni bregðast við í tæka tíð áður en vaxtamunarviðskipti útlendinga á Íslandi verði vandamál. Útlendingar hafa fjárfest í ríkisskuldabréfum fyrir meira en 60 milljarða króna á einu ári til að græða á vaxtamun Íslands við útlönd. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá því sem gerðist hér fyrir árið 2008. AGS telur að aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir eftirspurn innanlands. Slík þróun myndi kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Stýrivextir eru nú 5,75 prósent. Vaxtamunarviðskiptin eru hafin á ný en frá sumrinu 2015 hafa erlendir fjárfestar keypt íslensk ríkisskuldabréf fyrir 60 milljarða króna með það fyrir augum að hagnast á meira en 3 prósenta raunstýrivaxtamun Íslands við útlönd. Snjóhengjan svokallaða, sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með, er einmitt til komin að hluta vegna vaxtamunarviðskipta fyrir bankahrunið. Á fjármálamarkaði hafa menn miklar áhyggjur af því að þetta vandamál sé að skapast að nýju og stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi.Hafið þið ekki áhyggjur af auknum vaxtamunarviðskiptum?„Jú, við höfum áhyggjur af því að þetta fari í eitthvað sem við höfum ekki stjórn á eins og gerðist fyrir fjármálakreppuna. Enn sem komið er erum við langt frá því. Þetta jókst töluvert í ágúst og hafði áhrif á miðlun peningastefnunnar sem okkur þótti óheppilegt. Það hægði á þessu í vetur en hefur aðeins aukist núna en þetta er ekki af þeirri stærðargráðu að þetta valdi einhverjum verulegum áhyggjum,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þórarinn segir að Seðlabankinn muni bregðast við ef þetta fer úr böndunum. Bankinn hafi þegar þróað þjóðhagsvarúðartæki til að vernda fjármálastöðugleika. „Það er í farvatninu að þróa og kynna þjóðhagsvarúðartæki sem gæti tekið beint á þessu innflæði sem gæti orðið,“segir Þórarinn. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að Seðlabankinn muni bregðast við í tæka tíð áður en vaxtamunarviðskipti útlendinga á Íslandi verði vandamál. Útlendingar hafa fjárfest í ríkisskuldabréfum fyrir meira en 60 milljarða króna á einu ári til að græða á vaxtamun Íslands við útlönd. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá því sem gerðist hér fyrir árið 2008. AGS telur að aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir eftirspurn innanlands. Slík þróun myndi kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Stýrivextir eru nú 5,75 prósent. Vaxtamunarviðskiptin eru hafin á ný en frá sumrinu 2015 hafa erlendir fjárfestar keypt íslensk ríkisskuldabréf fyrir 60 milljarða króna með það fyrir augum að hagnast á meira en 3 prósenta raunstýrivaxtamun Íslands við útlönd. Snjóhengjan svokallaða, sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með, er einmitt til komin að hluta vegna vaxtamunarviðskipta fyrir bankahrunið. Á fjármálamarkaði hafa menn miklar áhyggjur af því að þetta vandamál sé að skapast að nýju og stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi.Hafið þið ekki áhyggjur af auknum vaxtamunarviðskiptum?„Jú, við höfum áhyggjur af því að þetta fari í eitthvað sem við höfum ekki stjórn á eins og gerðist fyrir fjármálakreppuna. Enn sem komið er erum við langt frá því. Þetta jókst töluvert í ágúst og hafði áhrif á miðlun peningastefnunnar sem okkur þótti óheppilegt. Það hægði á þessu í vetur en hefur aðeins aukist núna en þetta er ekki af þeirri stærðargráðu að þetta valdi einhverjum verulegum áhyggjum,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þórarinn segir að Seðlabankinn muni bregðast við ef þetta fer úr böndunum. Bankinn hafi þegar þróað þjóðhagsvarúðartæki til að vernda fjármálastöðugleika. „Það er í farvatninu að þróa og kynna þjóðhagsvarúðartæki sem gæti tekið beint á þessu innflæði sem gæti orðið,“segir Þórarinn.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent