Ætla að bregðast við áður en vaxtamunarviðskiptin verða vandamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2016 19:00 Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að Seðlabankinn muni bregðast við í tæka tíð áður en vaxtamunarviðskipti útlendinga á Íslandi verði vandamál. Útlendingar hafa fjárfest í ríkisskuldabréfum fyrir meira en 60 milljarða króna á einu ári til að græða á vaxtamun Íslands við útlönd. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá því sem gerðist hér fyrir árið 2008. AGS telur að aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir eftirspurn innanlands. Slík þróun myndi kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Stýrivextir eru nú 5,75 prósent. Vaxtamunarviðskiptin eru hafin á ný en frá sumrinu 2015 hafa erlendir fjárfestar keypt íslensk ríkisskuldabréf fyrir 60 milljarða króna með það fyrir augum að hagnast á meira en 3 prósenta raunstýrivaxtamun Íslands við útlönd. Snjóhengjan svokallaða, sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með, er einmitt til komin að hluta vegna vaxtamunarviðskipta fyrir bankahrunið. Á fjármálamarkaði hafa menn miklar áhyggjur af því að þetta vandamál sé að skapast að nýju og stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi.Hafið þið ekki áhyggjur af auknum vaxtamunarviðskiptum?„Jú, við höfum áhyggjur af því að þetta fari í eitthvað sem við höfum ekki stjórn á eins og gerðist fyrir fjármálakreppuna. Enn sem komið er erum við langt frá því. Þetta jókst töluvert í ágúst og hafði áhrif á miðlun peningastefnunnar sem okkur þótti óheppilegt. Það hægði á þessu í vetur en hefur aðeins aukist núna en þetta er ekki af þeirri stærðargráðu að þetta valdi einhverjum verulegum áhyggjum,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þórarinn segir að Seðlabankinn muni bregðast við ef þetta fer úr böndunum. Bankinn hafi þegar þróað þjóðhagsvarúðartæki til að vernda fjármálastöðugleika. „Það er í farvatninu að þróa og kynna þjóðhagsvarúðartæki sem gæti tekið beint á þessu innflæði sem gæti orðið,“segir Þórarinn. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að Seðlabankinn muni bregðast við í tæka tíð áður en vaxtamunarviðskipti útlendinga á Íslandi verði vandamál. Útlendingar hafa fjárfest í ríkisskuldabréfum fyrir meira en 60 milljarða króna á einu ári til að græða á vaxtamun Íslands við útlönd. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varaði í síðasta mánuði við því að mesta áhættan í íslensku efnahagslífi gæti verið önnur kollsteypa eftir ofþenslu. Það væri endurtekið efni frá því sem gerðist hér fyrir árið 2008. AGS telur að aukin ríkisútgjöld myndu bætast við ríflegar launahækkanir og kynda undir eftirspurn innanlands. Slík þróun myndi kalla á enn meiri vaxtahækkanir og hærri vextir gætu laðað hingað aukin vaxtamunarviðskipti sem gætu grafið undan fjármálastöðugleika. Stýrivextir eru nú 5,75 prósent. Vaxtamunarviðskiptin eru hafin á ný en frá sumrinu 2015 hafa erlendir fjárfestar keypt íslensk ríkisskuldabréf fyrir 60 milljarða króna með það fyrir augum að hagnast á meira en 3 prósenta raunstýrivaxtamun Íslands við útlönd. Snjóhengjan svokallaða, sem Íslendingar eru enn að bíta úr nálinni með, er einmitt til komin að hluta vegna vaxtamunarviðskipta fyrir bankahrunið. Á fjármálamarkaði hafa menn miklar áhyggjur af því að þetta vandamál sé að skapast að nýju og stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi.Hafið þið ekki áhyggjur af auknum vaxtamunarviðskiptum?„Jú, við höfum áhyggjur af því að þetta fari í eitthvað sem við höfum ekki stjórn á eins og gerðist fyrir fjármálakreppuna. Enn sem komið er erum við langt frá því. Þetta jókst töluvert í ágúst og hafði áhrif á miðlun peningastefnunnar sem okkur þótti óheppilegt. Það hægði á þessu í vetur en hefur aðeins aukist núna en þetta er ekki af þeirri stærðargráðu að þetta valdi einhverjum verulegum áhyggjum,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þórarinn segir að Seðlabankinn muni bregðast við ef þetta fer úr böndunum. Bankinn hafi þegar þróað þjóðhagsvarúðartæki til að vernda fjármálastöðugleika. „Það er í farvatninu að þróa og kynna þjóðhagsvarúðartæki sem gæti tekið beint á þessu innflæði sem gæti orðið,“segir Þórarinn.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira