Volvo kynnir XC40 Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 16:02 Stríðnimynd af framenda tilvonandi Volvo XC40 bíls. Volvo fer óvenjulega leið til að kynna næsta bíl sinn sem flestir hallast að að muni vera Volvo XC40, háfætt útgáfa af V40 bílnum. Volvo nýtir sér Snapchat til að senda stríðnimyndir af litlum hluta nýja bílsins til auka spennuna fyrir kynningu hans. Til stendur að kynna þennan nýja bíl á miðvikudaginn næsta. Það kemur ekki mikið á óvart að Volvo kynni einmitt lítinn jeppling þar sem sá flokkur bíla selst einna best í heiminum í dag og aðrir bílaframleiðendur keppast við að útvega nægt framboð af slíkum bílum. Þessi bíll kemur til með að keppa við Audi Q3 og BMW X1 um hylli kaupenda í lúxusflokki bíla. Sumir hafa hallast að því að Volvo í leiðinni kynna stallbaksútgáfu V40 bílsins og að báðir þessir bílar komi til sölu á næsta ári. Volvo er að kynna þessa bíla með slagorðinu “Not your daddy´s Volvo” og með því höfða til yngri kaupenda. Þessir bílar munu vera á nýjum undirvagni sem þróaður er hjá móðurfélagi Volvo, Geely í Kína og að þar fari mun léttari undirvagn en í fyrri gerðum Volvo bíla. Þeir verði með þriggja og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum með forþjöppum og að vænta megi einnig Plug-In-Hybrid útgáfa af þeim. Náðst hafa myndir af prufunum á Volvo XC40 bílnum og ætti það að staðfesta að um sé að ræða kynningu á þeim bíl á miðvikudaginn.Volvo XC40 í tilraunaakstri. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent
Volvo fer óvenjulega leið til að kynna næsta bíl sinn sem flestir hallast að að muni vera Volvo XC40, háfætt útgáfa af V40 bílnum. Volvo nýtir sér Snapchat til að senda stríðnimyndir af litlum hluta nýja bílsins til auka spennuna fyrir kynningu hans. Til stendur að kynna þennan nýja bíl á miðvikudaginn næsta. Það kemur ekki mikið á óvart að Volvo kynni einmitt lítinn jeppling þar sem sá flokkur bíla selst einna best í heiminum í dag og aðrir bílaframleiðendur keppast við að útvega nægt framboð af slíkum bílum. Þessi bíll kemur til með að keppa við Audi Q3 og BMW X1 um hylli kaupenda í lúxusflokki bíla. Sumir hafa hallast að því að Volvo í leiðinni kynna stallbaksútgáfu V40 bílsins og að báðir þessir bílar komi til sölu á næsta ári. Volvo er að kynna þessa bíla með slagorðinu “Not your daddy´s Volvo” og með því höfða til yngri kaupenda. Þessir bílar munu vera á nýjum undirvagni sem þróaður er hjá móðurfélagi Volvo, Geely í Kína og að þar fari mun léttari undirvagn en í fyrri gerðum Volvo bíla. Þeir verði með þriggja og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum með forþjöppum og að vænta megi einnig Plug-In-Hybrid útgáfa af þeim. Náðst hafa myndir af prufunum á Volvo XC40 bílnum og ætti það að staðfesta að um sé að ræða kynningu á þeim bíl á miðvikudaginn.Volvo XC40 í tilraunaakstri.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent