Fuji Heavy Industries mun heita Subaru á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 16:48 Subaru Forester er einn af mörgum vinsælum bílgerðum Subaru en Subaru bílar hafa ávallt þótt vel smíðaðir og traustir bílar. Fuji Heavy Industries sem meðal annars framleiðir Subaru bíla mun skipta um nafn á næsta ári og heita Subaru Corporation frá og með 1. apríl á næsta ári. Með þessu vill fyrirtækið leggja áherslu á þekktustu framleiðslu þess, Subaru bíla, sem hefur notið mikillar velgengni á síðustu árum. Á næsta ári mun Subaru að öllum líkindum ná því takmarki að smíða 1 milljón bíla fyrsta sinni. Það má heita merkilegt í tilfelli Subaru að um tveir þriðju framleiðslu þess er seld í bandaríkjunum en það á ekki við nokkurt annað japanskt bílafyrirtæki. Fuji Heavy Industries á rætur til ársins 1917 og hóf framleiðslu flugvéla undir nafninu Nakajima Aircraft Co. en nafni fyrirtækisins var breytt í Fuji Heavy Industries árið 1953. Bílaframleiðsla undir nafni Subaru hófst síðan árið 1958 og er nafnið Subaru fengið frá heiti störnumerkisins Sjöstyrnið. Það átti að tákna sameiningu þeirra 6 fyrirtækja sem varð af Subaru sem má telja skondið í ljósi þess að í stjörnumerki Sjöstyrnisins eru jú 7 stjörnur. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Fuji Heavy Industries sem meðal annars framleiðir Subaru bíla mun skipta um nafn á næsta ári og heita Subaru Corporation frá og með 1. apríl á næsta ári. Með þessu vill fyrirtækið leggja áherslu á þekktustu framleiðslu þess, Subaru bíla, sem hefur notið mikillar velgengni á síðustu árum. Á næsta ári mun Subaru að öllum líkindum ná því takmarki að smíða 1 milljón bíla fyrsta sinni. Það má heita merkilegt í tilfelli Subaru að um tveir þriðju framleiðslu þess er seld í bandaríkjunum en það á ekki við nokkurt annað japanskt bílafyrirtæki. Fuji Heavy Industries á rætur til ársins 1917 og hóf framleiðslu flugvéla undir nafninu Nakajima Aircraft Co. en nafni fyrirtækisins var breytt í Fuji Heavy Industries árið 1953. Bílaframleiðsla undir nafni Subaru hófst síðan árið 1958 og er nafnið Subaru fengið frá heiti störnumerkisins Sjöstyrnið. Það átti að tákna sameiningu þeirra 6 fyrirtækja sem varð af Subaru sem má telja skondið í ljósi þess að í stjörnumerki Sjöstyrnisins eru jú 7 stjörnur.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent