Enski boltinn

Rooney: Framtíðin björt hjá Man. Utd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney i leiknum gegn West Ham á dögunum.
Rooney i leiknum gegn West Ham á dögunum. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, segir að framtíðin sé björt hjá félaginu með svona marga unga og skemmtilega stráka í sínum röðum.

Anthony Martial og Marcus Rashford hafa skotist fram á sjónarsviðið á tímabilinu og Rooney segir að þeir séu spennandi leikmenn ásamt fleirum.

„Það er alltaf spennandi að vinna með ungum leikmönnum. Fólk gleymir oft að Anthony Martial er bara tvítugur," sagði Rooney við United Review og hélt áfram:

„Félagið keypti hann svo hann kom ekki upp í gegnum akademíuna, en hann er enn ungur strákur. Hann er að læra og það sama má segja um Depay, Rashford og Lingard."

„Það eru spennandi tímar framundan og vonandi halda þeir áfram að bæta sig. Framtíðin er björt hjá Manchester united," sagði enski landsliðsmaðurinn.

United mætir Bournemouth á heimavelli á morgun í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið mætir svo Crystal Palace í úrslitaleik enska bikarsins um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×