„Á negri að vera andlit Íslands út á við?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. maí 2016 14:42 Unnsteinn Manúel og Lúna vöktu mikla athygli í Eurovisionkeppninni á laugardag. Vísir Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar heldur áfram baráttu sinni gegn rasisma á Íslandi með færslum sínum á Facebook.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar.Í gær deildi hún meðal annars skjáskotum af tveimur einstaklingum sem höfðu tjáð andúð sína á því að Unnsteinn Manúel Stefánsson hafi verið fenginn til þess að kynna niðurstöðu dómnefndar í Eurovision keppninni á laugardag. Þar ritar annar þeirra meðal annars; „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við? Svona svipað og Íslendingur væri andlit Kína út á við. [...] Ætti að skipta þessum kynnir út fyrir Íslending.“ Því næst birtir hún skjáskot sem tekin er af ummæla kerfi Vísis. Þar tjáir annar netverji sig um valið á Unnstein með orðunum; „hvernig í helvíti er svartur maður að tala fyrir Ísland?“.Sema talar um að Íslendingar séu orðnir ófeimnari við að tjá rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook.VísirEr fólk að sigla undir fölsku flaggi?„Mér finnst það vera að aukast að fólk tjái rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook,“ segir Sema sem veltir því þó fyrir sér hvort þarna séu aðilar á ferð með tilbúna Facebook reikninga á ferð. „Nettröllunum fækkar og fólk er að koma í miklu meira mæli fram undir réttu nafni. Með mynd af barnabörnunum í prófíl undir einhverjum ógeðslegum hatursáróðri.“ Fyrr á þessu ári birti Sema færslur sem sýndu persónuárásir í hennar garð vegna ummæla hennar um fjölmenningu á Íslandi. Síðan þá hefur hún deilt nokkrum færslum þar sem hún bendir á rasisma á Íslandi. Hún er því að verða eins konar rasisma-lögga Íslands á netinu. Svo mikil eru áhrif hennar að fólk er byrjað að hafa samband við hana að fyrra bragði sjái það vott um rasisma í samfélaginu. „Það er nú með því betra sem ég hef verið kölluð. Þetta vinnst í sameiningu og við þurfum að standa saman á vaktinni.“ Í sömu færslu birti hún einnig myndir af límmiðum sem hefur verið komið fyrir á strætóskýlum, inn á almennings salernum og fleira sem sýna beinan hatursáróður gegn blökkufólki.Segir það auka áreiti þegar áhersla sé lögð á að benda á rasískar skoðanir annarra á Facebook eða í fjölmiðlum.VísirÆttum ekki að eyða of miklu púðri í rasísk ummæliUnnsteinn Manuel Stefánsson vill ekkert tjá sig um fólkið sem hér um ræðir þar sem það dæmi sig sjálft með orðum sínum. Hann segist líka vera lítið hrifinn af því að aðrir séu að deila skjáskotum og öðru af rasískum ummælum á Facebook, hvort sem það er í garð hans eða annarra. „Þegar fólk gerir svona þá eru mjög margir krakkar um allt land sem þurfa enn og aftur að fara efast um tilverurétt sinn. Þegar fólk sér að það er til fólk sem hugsar svona hérna þá verður áreitið bara enn meira fyrir vikið. Þetta er svo lítill hluti af stóra samhenginu því það er lítið um kynþáttafordóma á Íslandi. Ég skil alveg að það skapist umræða og fólk fái sjokk þegar fólk póstar svona en við ættum ekki að vera eyða of miklu púðri í það, ekkert frekar en að við eigum að vera tala of mikið um hugmyndir Breivik. Það er ekki það að ég sé að mæla með þöggun heldur liggur baráttan annars staðar. Til dæmis í umræðunni um Islam þá eru ansi margir sem þyrftu að hugsa sinn gang." Það kann að vera að Unnsteinn hafi lög að mæla því vissulega skapaðist meiri umræða um hundinn Lunu á netinu eftir framkomu hans á laugardag en eitthvað annað. „Hugmyndin kom frá stóra bróður mínum. Ég átti að senda þeim hjá RÚV fyrir löngu hvað ég ætlaði að segja. Mér datt ekkert fyndið í hug. Logi litli bróðir sagði mér að ef mér dytti ekkert fyndið í hug ætti ég ekki að vera reyna það. Ég vissi vel að öllum myndi finnast Lunu yndisleg sem var raunin.“ Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Sjá meira
Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar heldur áfram baráttu sinni gegn rasisma á Íslandi með færslum sínum á Facebook.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar.Í gær deildi hún meðal annars skjáskotum af tveimur einstaklingum sem höfðu tjáð andúð sína á því að Unnsteinn Manúel Stefánsson hafi verið fenginn til þess að kynna niðurstöðu dómnefndar í Eurovision keppninni á laugardag. Þar ritar annar þeirra meðal annars; „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við? Svona svipað og Íslendingur væri andlit Kína út á við. [...] Ætti að skipta þessum kynnir út fyrir Íslending.“ Því næst birtir hún skjáskot sem tekin er af ummæla kerfi Vísis. Þar tjáir annar netverji sig um valið á Unnstein með orðunum; „hvernig í helvíti er svartur maður að tala fyrir Ísland?“.Sema talar um að Íslendingar séu orðnir ófeimnari við að tjá rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook.VísirEr fólk að sigla undir fölsku flaggi?„Mér finnst það vera að aukast að fólk tjái rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook,“ segir Sema sem veltir því þó fyrir sér hvort þarna séu aðilar á ferð með tilbúna Facebook reikninga á ferð. „Nettröllunum fækkar og fólk er að koma í miklu meira mæli fram undir réttu nafni. Með mynd af barnabörnunum í prófíl undir einhverjum ógeðslegum hatursáróðri.“ Fyrr á þessu ári birti Sema færslur sem sýndu persónuárásir í hennar garð vegna ummæla hennar um fjölmenningu á Íslandi. Síðan þá hefur hún deilt nokkrum færslum þar sem hún bendir á rasisma á Íslandi. Hún er því að verða eins konar rasisma-lögga Íslands á netinu. Svo mikil eru áhrif hennar að fólk er byrjað að hafa samband við hana að fyrra bragði sjái það vott um rasisma í samfélaginu. „Það er nú með því betra sem ég hef verið kölluð. Þetta vinnst í sameiningu og við þurfum að standa saman á vaktinni.“ Í sömu færslu birti hún einnig myndir af límmiðum sem hefur verið komið fyrir á strætóskýlum, inn á almennings salernum og fleira sem sýna beinan hatursáróður gegn blökkufólki.Segir það auka áreiti þegar áhersla sé lögð á að benda á rasískar skoðanir annarra á Facebook eða í fjölmiðlum.VísirÆttum ekki að eyða of miklu púðri í rasísk ummæliUnnsteinn Manuel Stefánsson vill ekkert tjá sig um fólkið sem hér um ræðir þar sem það dæmi sig sjálft með orðum sínum. Hann segist líka vera lítið hrifinn af því að aðrir séu að deila skjáskotum og öðru af rasískum ummælum á Facebook, hvort sem það er í garð hans eða annarra. „Þegar fólk gerir svona þá eru mjög margir krakkar um allt land sem þurfa enn og aftur að fara efast um tilverurétt sinn. Þegar fólk sér að það er til fólk sem hugsar svona hérna þá verður áreitið bara enn meira fyrir vikið. Þetta er svo lítill hluti af stóra samhenginu því það er lítið um kynþáttafordóma á Íslandi. Ég skil alveg að það skapist umræða og fólk fái sjokk þegar fólk póstar svona en við ættum ekki að vera eyða of miklu púðri í það, ekkert frekar en að við eigum að vera tala of mikið um hugmyndir Breivik. Það er ekki það að ég sé að mæla með þöggun heldur liggur baráttan annars staðar. Til dæmis í umræðunni um Islam þá eru ansi margir sem þyrftu að hugsa sinn gang." Það kann að vera að Unnsteinn hafi lög að mæla því vissulega skapaðist meiri umræða um hundinn Lunu á netinu eftir framkomu hans á laugardag en eitthvað annað. „Hugmyndin kom frá stóra bróður mínum. Ég átti að senda þeim hjá RÚV fyrir löngu hvað ég ætlaði að segja. Mér datt ekkert fyndið í hug. Logi litli bróðir sagði mér að ef mér dytti ekkert fyndið í hug ætti ég ekki að vera reyna það. Ég vissi vel að öllum myndi finnast Lunu yndisleg sem var raunin.“
Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Sendu símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Sjá meira
Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13
Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43
Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu 30. apríl 2016 07:00