Innanlandsflug sem almenningssamgöngur Jóna Árný Þórðardóttir skrifar 18. maí 2016 13:14 Þrátt fyrir betri bíla og betri vegi þá hafa ákveðnar grunnforsendur fyrir notkun innanlandsflugs ekkert breyst frá því að reglulegt áætlunarflug hófst til og frá Egilsstöðum árið 1955. Reykjavík og höfuðborgarsvæðið eru enn miðstöð þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi og Austurland er enn í 652 km. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu landleiðina eða 381 km. miðað við beina loftlínu.Það er því staðreynd að íbúar og fyrirtæki á Austurlandi munu þurfa að reiða sig á innanlandsflugið ef þeir ætla til höfuðborgarsvæðisins að sinna hvort heldur er lífsnauðsynlegum, viðskiptalegum eða félagslegum erindum. Eina leiðin til að komast hjá því að nýta innanlandsflugið er að sleppa því að sinna þessum erindum eða að keyra þessa 652 km. Við, sem búum hérna, vitum að þetta er ekki auðvelt val að standa frammi fyrir og þessi staða getur skert lífsgæði íbúa landshlutans verulega.Þetta gerir það að verkum að búseta á svæðum eins og Austurlandi á undir högg að sækja. Þessi skoðun birtist víða í samfélagi okkar þessa dagana. Á nýlegum íbúafundi í mars um sóknaráætlun Austurlands var iðulega bent á mikilvægi reglulegs innanlandsflugs á viðráðanlegu verði. Um 2000 manns eru nú orðnir aðilar að hópi á fésbókinni þar sem aðilar deila sögum og upplifun af dýru innanlandsflugi og hvernig þessi staðreynd hefur áhrif á þeirra lífsgæði, s.s. hvað varðar aðgengi að grunnþjónustu, samvistir með sínum nánustu og jafnvel hvernig þetta hefur áhrif á vilja og getu manna til að búa á Austurlandi.Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru íbúar Austurlands að kalla eftir því að innanlandsflug verði skilgreint sem almenningssamgöngur og raunhæfra lausna verði leitað með hvaða hætti sé hægt að lækka kostnað við þennan samgöngumáta.Niðurfelling opinberra gjalda skiptir ekki sköpumStarfshópur um gjaldtöku í innanlandsflugi sýndi fram á í skýrslu, sem gefin var út haustið 2015, að niðurfelling allra þjónustugjalda og opinberra gjalda á áætlunarflugið ætti að geta skilað skilað 10-15% lækkun á farmiðaverði, háð fargjaldi, eða að meðaltali 1700 kr. á legg. Starfshópurinn tekur þó fram að erfitt væri að tryggja að farmiðaverð lækki sem þessu nemur til lengri tíma litið ef niðurfelling ætti sér stað. Ennfremur dregur starfshópurinn þá ályktun að þó þessi lækkun fargjalda hefði nokkur áhrif á farmiðaverð væri hún varla nægileg til að auka umtalsvert notkun á innanlandsflugi.Það er því ljóst að þetta atriði – niðurfelling á gjöldum - mun ekki skilja á milli feigs og ófeigs m.t.t. verðlags á innanlandsflugi. Það væri gott fyrsta skref en fleira og meira þarf að koma til.Afsláttarkjör í dreifðum byggðum SkotlandsÞessar aðstæður eru langt í frá séríslenskar. Þetta eru aðstæður sem afskekkt svæði í öðrum löndum hafa staðið frammi fyrir. Á sumum þessara svæða hafa menn verið að leita lausna og þróað kerfi til að jafna þennan aðstöðumun sem felst í búsetu og aðgengi að þjónustu.Í Skotlandi var farið af stað árið 2006 með afsláttaráætlun (ADS) til að leysa þetta vandamál. Áætlunin er á vegum skoskra stjórnvalda og nýlega var hún framlengd til ársins 2019 auk þess sem hún er samþykkt af regluverki Evrópusambandsins (General Block Exemption Regulation). Markmið áætlunarinnar er að gera verðlag flugsamgangna viðráðanlegt fyrir einangruð samfélög Skotlands, auka aðgengi íbúa þeirra að þjónustu sem og samfélagslega þátttöku með því að veita 40-50% afslátt af grunnfargjaldi.Það eru ákveðin svæði í skosku hálöndunum sem skv. skilgreiningu stjórnvalda falla undir þessa áætlun. Öll eiga þau sammerkt að vera það langt frá næsta stóra þéttbýlisstað (Inverness, Aberdeen, Bergen, Glasgow og Edinborg) að það er óraunhæft að nýta aðra samgöngumáta m.t.t. tíma sem fer í ferðalögin. Þetta eru svæðin Colonsay, Orkneyjar, Hjaltland, the Western Isles, Jura, Caithness og North West Sutherland.Annað sem er áhugavert við þessa áætlun er að þar er afsláttarumhverfið er byggt upp með öðrum hætti en við eigum að venjast. Þarna eru það íbúarnir sem njóta forgangs að afsláttarkjörunum.Þeir sem ekki eiga aðgang að þessum kjörum eru:• Farþegar sem eru að ferðast á viðskiptalegum grunni (á vegum fyrirtækja).• Farþegar sem eru að ferðast á flugleiðum sem njóta annarra ríkisstyrkja.• Farþegar sem fá ferðir sínar endurgreiddar frá tryggingastofnun (NHS).• Farþegar sem ekki eru með lögheimili á þessum skilgreindu svæðum.• Farþegar sem ekki eru með gilt afsláttaskírteini.Vissulega leysa slíkar áætlanir aldrei allan vanda. Umræða virðist vera í gangi með forsendur þess að þeir sem ferðist á viðskiptalegum grunni hafi ekki aðgang að áætluninni en engu að síður er það mat skoskra stjórnvalda að þetta sé að skila töluverðum ávinningi fyrir íbúa skosku hálandanna. Haft var eftir samgönguráðherra Skota við tilkynningu á síðustu framlengingu áætlunarinnar árið 2015 að hún hefði verið mjög vinsæl meðal notenda. Þeir verulegu afslættir sem felast í áætluninni standa vörð um þátttöku og tengsl þessara samfélög.Ef til vill þarf ekki að finna upp hjólið til að svara ákalli íbúa Austurlands um að umgjörð innanlandsflugs á Íslandi þróist í þá átt að verða almenningssamgöngur. Líklegra til árangurs er að ræða um mögulegar lausnir og útfærslur, því staðreyndirnar tala sínu máli: Fyrir íbúa Austurlands og þróun byggðar í landshlutanum er flug nauðsynlegt en það er einfaldlega of dýrt fyrir hinn venjulega launþega eins og staðan er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir betri bíla og betri vegi þá hafa ákveðnar grunnforsendur fyrir notkun innanlandsflugs ekkert breyst frá því að reglulegt áætlunarflug hófst til og frá Egilsstöðum árið 1955. Reykjavík og höfuðborgarsvæðið eru enn miðstöð þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi og Austurland er enn í 652 km. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu landleiðina eða 381 km. miðað við beina loftlínu.Það er því staðreynd að íbúar og fyrirtæki á Austurlandi munu þurfa að reiða sig á innanlandsflugið ef þeir ætla til höfuðborgarsvæðisins að sinna hvort heldur er lífsnauðsynlegum, viðskiptalegum eða félagslegum erindum. Eina leiðin til að komast hjá því að nýta innanlandsflugið er að sleppa því að sinna þessum erindum eða að keyra þessa 652 km. Við, sem búum hérna, vitum að þetta er ekki auðvelt val að standa frammi fyrir og þessi staða getur skert lífsgæði íbúa landshlutans verulega.Þetta gerir það að verkum að búseta á svæðum eins og Austurlandi á undir högg að sækja. Þessi skoðun birtist víða í samfélagi okkar þessa dagana. Á nýlegum íbúafundi í mars um sóknaráætlun Austurlands var iðulega bent á mikilvægi reglulegs innanlandsflugs á viðráðanlegu verði. Um 2000 manns eru nú orðnir aðilar að hópi á fésbókinni þar sem aðilar deila sögum og upplifun af dýru innanlandsflugi og hvernig þessi staðreynd hefur áhrif á þeirra lífsgæði, s.s. hvað varðar aðgengi að grunnþjónustu, samvistir með sínum nánustu og jafnvel hvernig þetta hefur áhrif á vilja og getu manna til að búa á Austurlandi.Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru íbúar Austurlands að kalla eftir því að innanlandsflug verði skilgreint sem almenningssamgöngur og raunhæfra lausna verði leitað með hvaða hætti sé hægt að lækka kostnað við þennan samgöngumáta.Niðurfelling opinberra gjalda skiptir ekki sköpumStarfshópur um gjaldtöku í innanlandsflugi sýndi fram á í skýrslu, sem gefin var út haustið 2015, að niðurfelling allra þjónustugjalda og opinberra gjalda á áætlunarflugið ætti að geta skilað skilað 10-15% lækkun á farmiðaverði, háð fargjaldi, eða að meðaltali 1700 kr. á legg. Starfshópurinn tekur þó fram að erfitt væri að tryggja að farmiðaverð lækki sem þessu nemur til lengri tíma litið ef niðurfelling ætti sér stað. Ennfremur dregur starfshópurinn þá ályktun að þó þessi lækkun fargjalda hefði nokkur áhrif á farmiðaverð væri hún varla nægileg til að auka umtalsvert notkun á innanlandsflugi.Það er því ljóst að þetta atriði – niðurfelling á gjöldum - mun ekki skilja á milli feigs og ófeigs m.t.t. verðlags á innanlandsflugi. Það væri gott fyrsta skref en fleira og meira þarf að koma til.Afsláttarkjör í dreifðum byggðum SkotlandsÞessar aðstæður eru langt í frá séríslenskar. Þetta eru aðstæður sem afskekkt svæði í öðrum löndum hafa staðið frammi fyrir. Á sumum þessara svæða hafa menn verið að leita lausna og þróað kerfi til að jafna þennan aðstöðumun sem felst í búsetu og aðgengi að þjónustu.Í Skotlandi var farið af stað árið 2006 með afsláttaráætlun (ADS) til að leysa þetta vandamál. Áætlunin er á vegum skoskra stjórnvalda og nýlega var hún framlengd til ársins 2019 auk þess sem hún er samþykkt af regluverki Evrópusambandsins (General Block Exemption Regulation). Markmið áætlunarinnar er að gera verðlag flugsamgangna viðráðanlegt fyrir einangruð samfélög Skotlands, auka aðgengi íbúa þeirra að þjónustu sem og samfélagslega þátttöku með því að veita 40-50% afslátt af grunnfargjaldi.Það eru ákveðin svæði í skosku hálöndunum sem skv. skilgreiningu stjórnvalda falla undir þessa áætlun. Öll eiga þau sammerkt að vera það langt frá næsta stóra þéttbýlisstað (Inverness, Aberdeen, Bergen, Glasgow og Edinborg) að það er óraunhæft að nýta aðra samgöngumáta m.t.t. tíma sem fer í ferðalögin. Þetta eru svæðin Colonsay, Orkneyjar, Hjaltland, the Western Isles, Jura, Caithness og North West Sutherland.Annað sem er áhugavert við þessa áætlun er að þar er afsláttarumhverfið er byggt upp með öðrum hætti en við eigum að venjast. Þarna eru það íbúarnir sem njóta forgangs að afsláttarkjörunum.Þeir sem ekki eiga aðgang að þessum kjörum eru:• Farþegar sem eru að ferðast á viðskiptalegum grunni (á vegum fyrirtækja).• Farþegar sem eru að ferðast á flugleiðum sem njóta annarra ríkisstyrkja.• Farþegar sem fá ferðir sínar endurgreiddar frá tryggingastofnun (NHS).• Farþegar sem ekki eru með lögheimili á þessum skilgreindu svæðum.• Farþegar sem ekki eru með gilt afsláttaskírteini.Vissulega leysa slíkar áætlanir aldrei allan vanda. Umræða virðist vera í gangi með forsendur þess að þeir sem ferðist á viðskiptalegum grunni hafi ekki aðgang að áætluninni en engu að síður er það mat skoskra stjórnvalda að þetta sé að skila töluverðum ávinningi fyrir íbúa skosku hálandanna. Haft var eftir samgönguráðherra Skota við tilkynningu á síðustu framlengingu áætlunarinnar árið 2015 að hún hefði verið mjög vinsæl meðal notenda. Þeir verulegu afslættir sem felast í áætluninni standa vörð um þátttöku og tengsl þessara samfélög.Ef til vill þarf ekki að finna upp hjólið til að svara ákalli íbúa Austurlands um að umgjörð innanlandsflugs á Íslandi þróist í þá átt að verða almenningssamgöngur. Líklegra til árangurs er að ræða um mögulegar lausnir og útfærslur, því staðreyndirnar tala sínu máli: Fyrir íbúa Austurlands og þróun byggðar í landshlutanum er flug nauðsynlegt en það er einfaldlega of dýrt fyrir hinn venjulega launþega eins og staðan er í dag.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun