Fjármálafyrirtæki aðlagist eða hverfi Ingvar Haraldsson skrifar 19. maí 2016 07:00 Rohit Talwar segir stórkostleg tækifæri að verða til í fjármálakerfinu. „Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira