Fjármálafyrirtæki aðlagist eða hverfi Ingvar Haraldsson skrifar 19. maí 2016 07:00 Rohit Talwar segir stórkostleg tækifæri að verða til í fjármálakerfinu. „Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
„Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent