Fjármálafyrirtæki aðlagist eða hverfi Ingvar Haraldsson skrifar 19. maí 2016 07:00 Rohit Talwar segir stórkostleg tækifæri að verða til í fjármálakerfinu. „Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
„Bankar þurfa að hugsa hvernig þeir komist af í nýjum heimi,“ segir fyrirlesarinn Rohit Talwar sem fjallaði um fjármálakerfi framtíðarinnar á Fjármáladeginum í síðustu viku. Tawlar segir gífurlegar tækniframfarir eiga sér stað í fjármálakerfinu og að fjármálafyrirtæki þurfi annaðhvort að aðlagast eða eiga á hættu að verða úrelt. Tawlar bendir á að samkeppnisforskot banka á mörgum sviðum sé að hverfa. Til að mynda bjóði fyrirtæki á borð við Transferwise 300 prósent ódýrari greiðslumiðlun en alþjóðleg kortafyrirtæki. „Það er auðveldara og ódýrara en áður að koma inn á markaðinn sem hefur í för með sér að nýir aðilar komi inn á hann, stórfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, jafnvel bílaframleiðendur, munu segja: Af hverju getum við ekki verið banki?“ segir Talwar. Milliliðir í fjármálakerfinu muni fá minna í sinn hlut. „Það verður mun minni hagnaður í virðiskeðjunni, allir munu þéna minna og bankarnir munu þurfa að hugsa: Hvernig endursköpum við viðskiptamódel okkar í þessum heimi?“ Tækifærin fyrir fjármálafyrirtækin séu engu að síður víða, takist þeim að breyta hugarfari sínu, til að mynda geti bankar sinnt fimm til sexfalt fleiri viðskiptavinum í gegnum fjarbankaþjónustu miðað við hefðbundna bankaþjónustu. „Það verða stórkostleg tækifæri en þau verða öðruvísi en í dag. Eitt stærsta tækifærið er eitthvað sem enginn er að nýta í dag. Flestir bankar líta enn svo á að þeir sjái um peninga fólks, en þú og ég erum mun verðmætari en bara peningarnir okkar. Við söfnum flugpunktum, það er hægt að skipta á persónulegum upplýsingum, þú gætir viljað leigja út svefnherbergið þitt á Airbnb, geymsluna þína til Amazon eða stæðið þitt til þeirra sem vilja leggja þar eða vera bílstjóri hjá Uber hluta af degi,“ segir Tawlar. „Það eru stórkostleg tækifæri fyrir þá sem hafa aðgang að þessu upplýsingaflæði, ég kaupi marga hluti, en bankinn er ekki að hjálpa,“ segir hann. Fyrirtæki á borð við Facebook og Google séu hins vegar að hugsa hvernig þau geti nýtt sér þessi tækifæri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira