Niðurfelling tolla skilað um fjögurra prósenta lækkun á fataverði Sæunn Gísladóttir skrifar 19. maí 2016 14:17 Niðurfelling tolla hefur skilað íslenskum neytendum um fjögurra prósenta lægra verði á fötum og skóm. Samtök verslunar og þjónustu benda á að þetta sé meiri lækkun en reiknaða vísitalan gerði ráð fyrir. Um 64 prósent af innfluttum fatnaði og skóm báru fimmtán prósent tolla fram að síðustu áramótum þegar tollurinn var felldur niður. Þessi aðgerð leiddi af sér töluverða kostnaðarlækkun fyrir innflytjendur og niðurfelling tollana ætti því, að öðru óbreyttu, að leiða til ríflega átta prósenta verðlækkunar á þessum vöruflokkum. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands sagði í liðinni viku að verð á fatnaði og skóm hefði lækkað allt of lítið samkvæmt vísitölu neysluverðs. Helsta ástæða þess að verðlag hefur ekki lækkað eins mikið og tollbreytingarnar einar og sér gæfu tilefni til er mikil hækkun innlendra kostnaðarliða, meðal annars launahækkanir. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir lækkunina í takt við spár og sér fram á sjö til átta prósent vörulækkun á árinu. „En það sem við höfum verið að benda á er það að 35 til 45 prósent af fatnaði báru ekki tolla áður,“ segir Margrét. „Það var þannig að það eru fríverslunarsamningar og milliríkjasamningar og þessir fimmtán prósenta tollar voru ekki á þessum vörum.“ Margrét segir samtökin gera ráð fyrir að föt og skór muni lækka í verði um sjö til átta prósent vegna niðurfellingu tollanna. „Við skulum samt aðeins vara okkur og taka inn aðra þætti,“ segir hún. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Niðurfelling tolla hefur skilað íslenskum neytendum um fjögurra prósenta lægra verði á fötum og skóm. Samtök verslunar og þjónustu benda á að þetta sé meiri lækkun en reiknaða vísitalan gerði ráð fyrir. Um 64 prósent af innfluttum fatnaði og skóm báru fimmtán prósent tolla fram að síðustu áramótum þegar tollurinn var felldur niður. Þessi aðgerð leiddi af sér töluverða kostnaðarlækkun fyrir innflytjendur og niðurfelling tollana ætti því, að öðru óbreyttu, að leiða til ríflega átta prósenta verðlækkunar á þessum vöruflokkum. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands sagði í liðinni viku að verð á fatnaði og skóm hefði lækkað allt of lítið samkvæmt vísitölu neysluverðs. Helsta ástæða þess að verðlag hefur ekki lækkað eins mikið og tollbreytingarnar einar og sér gæfu tilefni til er mikil hækkun innlendra kostnaðarliða, meðal annars launahækkanir. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir lækkunina í takt við spár og sér fram á sjö til átta prósent vörulækkun á árinu. „En það sem við höfum verið að benda á er það að 35 til 45 prósent af fatnaði báru ekki tolla áður,“ segir Margrét. „Það var þannig að það eru fríverslunarsamningar og milliríkjasamningar og þessir fimmtán prósenta tollar voru ekki á þessum vörum.“ Margrét segir samtökin gera ráð fyrir að föt og skór muni lækka í verði um sjö til átta prósent vegna niðurfellingu tollanna. „Við skulum samt aðeins vara okkur og taka inn aðra þætti,“ segir hún.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira