Nissan innkallar 4 milljónir bíla Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2016 09:46 Nissan Murano er einn þeirra bíla sem innkallaðir verða, þó eingöngu af árgerðum 2015 og 2016. Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017). Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent
Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017).
Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent