BMW M760i í tilefni 100 ára afmælis BMW Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 12:15 BMW M760i afmælisútgáfa. Þýski bílframleiðandinn BMW fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og ætlar að framleiða þessa afmælisútgáfu 7-línunnar í glæsilegri og afara aflmikilli útgáfu í tilefni þess. BMW ætlar þó aðeins að framleiða 100 eintök af þessum bíl. Hann verður með 12 strokka 6,6 lítra vél sem skilar 610 hestöflum til allra hjóla bílsins. BMW hefur ekki enn gefið upp hvað þessi glæsilega bíll mun kosta, en víst er að tilvonandi eigendur þurfa að grafa djúpt í veski sín til að tryggja sér eintak. Bíllinn mun aðeins fást í einum lit, Centennial Blue með metallic lakki. Hann stendur á tveggja tóna 20 tommu álfelgum og innrétting bílsins er klædd ljóslituðu leðri sem handsaumað er með breiðum þræði. Bíllinn verður merktur í bak og fyrir sem afmælisútgáfa. Alcantara efni verður í rjáfri bílsins og mælaborðið einkennist af píanó-svartri áferð. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Þýski bílframleiðandinn BMW fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og ætlar að framleiða þessa afmælisútgáfu 7-línunnar í glæsilegri og afara aflmikilli útgáfu í tilefni þess. BMW ætlar þó aðeins að framleiða 100 eintök af þessum bíl. Hann verður með 12 strokka 6,6 lítra vél sem skilar 610 hestöflum til allra hjóla bílsins. BMW hefur ekki enn gefið upp hvað þessi glæsilega bíll mun kosta, en víst er að tilvonandi eigendur þurfa að grafa djúpt í veski sín til að tryggja sér eintak. Bíllinn mun aðeins fást í einum lit, Centennial Blue með metallic lakki. Hann stendur á tveggja tóna 20 tommu álfelgum og innrétting bílsins er klædd ljóslituðu leðri sem handsaumað er með breiðum þræði. Bíllinn verður merktur í bak og fyrir sem afmælisútgáfa. Alcantara efni verður í rjáfri bílsins og mælaborðið einkennist af píanó-svartri áferð.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent