Hæstiréttur vísar hópmálsókn gegn Björgólfi frá Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. maí 2016 14:42 Björgólfur Thor skýtur föstum skotum að Árna Harðarssyni og Róbert Wessman á bloggi sínu. Vísir/Vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur unnið fullnaðar sigur gegn hópi stefnanda sem sakaði hann um að hafa leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Hópurinn sem stefndi Björgólfi samanstóð af 235 einstaklingum sem áttu samanlagt 5,67% af heildarhlutafé gamla Landsbankans sem féll haustið 2008. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars og í dag staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrra auglýstu Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi eftir þátttakendum í umrædda hópmálssókn gegn Björgólfi. Meðal annars voru keyptar heilsíðu auglýsingar í dagblöðum. Það var Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannastofunni Landslögum, sem rak málið fyrir þeirra hönd.100 milljónir í málskostnað Eftir að dómur féll í Hæstarétti í dag birti Björgólfur á bloggi sínu tilkynningu þar sem hann segir meðal annars Árna Harðarson og Róbert Wessmann hafa eytt um 100 milljónum króna í „raklausan og ruglingslegan málarekstur“ sem hafi orðið þeim „lítil frægðarför“. Í færslunni ítrekar hann að málefni hans og Landsbankans hafi verið ítarlega rannsökuð og ekki hafi fundist ástæða til aðgerða. Hann segist hafa gert upp allar skuldir sínar við bankann og að slitastjórn hans eigi engar kröfur á hann lengur. Hér má lesa færslu Björgólfs í heild sinni;"Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.Árni og Róbert hafa líklega þegar varið um 100 milljónum króna í þennan rakalausa og ruglingslega málarekstur. Þeir fengu hóp fyrrum hluthafa Landsbankans til að leggja nafn sitt við feigðarflanið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum málsóknarfélagsins. Þá fékk hópmálsóknarfélagið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að rekja í smáatriðum allan málatilbúnað sinn, sem nú hefur fengið falleinkunn hjá Hæstarétti.Ég ítreka enn á ný að málefni mín og Landsbankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig. Slitastjórn bankans hefur staðfest að hann eigi engar kröfur á mig. Misfærslum í skýrslu rannsóknarnefndar hef ég svarað ítarlega enda hef ég ekkert saknæmt unnið." Tengdar fréttir Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00 Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur unnið fullnaðar sigur gegn hópi stefnanda sem sakaði hann um að hafa leynt upplýsingum um eignarhald sitt á Landsbankanum til að komast undan reglum um birtingu upplýsinga um viðskipti bankans við hann. Hópurinn sem stefndi Björgólfi samanstóð af 235 einstaklingum sem áttu samanlagt 5,67% af heildarhlutafé gamla Landsbankans sem féll haustið 2008. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars og í dag staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Í fyrra auglýstu Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi eftir þátttakendum í umrædda hópmálssókn gegn Björgólfi. Meðal annars voru keyptar heilsíðu auglýsingar í dagblöðum. Það var Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannastofunni Landslögum, sem rak málið fyrir þeirra hönd.100 milljónir í málskostnað Eftir að dómur féll í Hæstarétti í dag birti Björgólfur á bloggi sínu tilkynningu þar sem hann segir meðal annars Árna Harðarson og Róbert Wessmann hafa eytt um 100 milljónum króna í „raklausan og ruglingslegan málarekstur“ sem hafi orðið þeim „lítil frægðarför“. Í færslunni ítrekar hann að málefni hans og Landsbankans hafi verið ítarlega rannsökuð og ekki hafi fundist ástæða til aðgerða. Hann segist hafa gert upp allar skuldir sínar við bankann og að slitastjórn hans eigi engar kröfur á hann lengur. Hér má lesa færslu Björgólfs í heild sinni;"Hæstiréttur Íslands hefur staðfest þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá máli hópmálsóknarfélags á hendur mér. Þessi ófrægingarleiðangur, undir stjórn Árna Harðarsonar og Róberts Wessman, hefur reynst þeim köppum lítil frægðarför.Árni og Róbert hafa líklega þegar varið um 100 milljónum króna í þennan rakalausa og ruglingslega málarekstur. Þeir fengu hóp fyrrum hluthafa Landsbankans til að leggja nafn sitt við feigðarflanið, en sjálfir fara þeir fyrir 2/3 hlutum málsóknarfélagsins. Þá fékk hópmálsóknarfélagið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að rekja í smáatriðum allan málatilbúnað sinn, sem nú hefur fengið falleinkunn hjá Hæstarétti.Ég ítreka enn á ný að málefni mín og Landsbankans hafa verið rannsökuð í þaula af þar til bærum yfirvöldum og ekki talin ástæða til aðgerða í nokkru þeirra. Þar að auki hef ég gert upp allar mínar skuldir við bankann og hann því skaðlaus af viðskiptum við mig. Slitastjórn bankans hefur staðfest að hann eigi engar kröfur á mig. Misfærslum í skýrslu rannsóknarnefndar hef ég svarað ítarlega enda hef ég ekkert saknæmt unnið."
Tengdar fréttir Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00 Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Málsókn gegn Björgólfi vísað frá dómi Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. 10. mars 2016 07:00