Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna Páll Óli Ólason skrifar 13. maí 2016 09:00 Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar