Matvara gæti verið 35 prósent ódýrari Guðjón Sigurbjartsson og Jóhannes Gunnarsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýlegir útreikningar sýna að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felld niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19%-53% (nálægt 35% að meðaltali) lægra en verð á sams konar innlendum matvörum. Í meðfylgjandi töflu sést verð einstakra vörutegunda og verð á sambærilegum innfluttum vörum. Verð í kr./kg með virðisaukaskatti út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 og eins og þau hefðu verið með tollfrjálsum innflutningi að því gefnu að verðlækkun skili sér til neytenda. Verð innlendrar vöru er verðið eins og það var í Bónus í febrúar 2016. Verð innfluttu vörunnar er það sem það hefði verið ef innflutningur væri tollfrjáls og án annarra innflutningshindrana en af heilbrigðisástæðum að því gefnu að það skilaði sér til neytenda. Verð á innfluttum vörum byggir á upplýsingum frá Högum. Matið nær til allra vöruflokka sem nú njóta tollverndar. Hvað viðkemur mjólkurvörum nær könnunin bara til algengra osta. Þegar tollum var aflétt af helstu tegundum grænmetis árið 2002 minnkaði sala innlendrar framleiðslu talsvert fyrstu árin. Greinin var styrkt af skattfé til að takast á við aukna samkeppni. Vöruþróun efldist og salan jókst þannig að hlutdeild innlends grænmetis hefur vaxið aftur. Reikna má með svipaðri þróun hvað varðar kjöt, egg og mjólk. Margir munu velja íslenskt þó það kosti meira m.a. þar sem þeir þekkja vöruna og treysta heilbrigði hennar betur.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Í heild greiða neytendur um 22 milljarða króna á ári aukalega vegna tollahindrana á landbúnaðarvörum og skattgreiðendur um 14 milljarða vegna styrkja (beingreiðslna) eða samtals um 35 milljarða króna á ári eða rúmar 100 þús. kr. á hvern Íslending. Nýlegum búvörusamningum er ætlað að gilda til 10 ára. Þeir verða til umfjöllunar á Alþingi og í þjóðfélaginu á næstu vikum og mánuðum. Alþingismenn hljóta fyrst og fremst að gæta almannahagsmuna umfram sérhagsmuni. Því er eðlilegt að í þessu máli gæti alþingismenn hagsmuna neytenda og skattgreiðenda. Stefna þarf að afnámi tolla og hafta í landbúnaði og gera bændum kleift að bæta hag sinn á frjálsum markaði. Kjúklinga-, svína- og eggjabændur eru einungis um 50 á landinu. Byrja ætti á að aflétta tollahindrunum af eggjum, kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Hagur neytenda af slíkri aðgerð yrði um 10 milljarðar króna á ári. Bæta mætti tjón þeirra bænda og vinnslustöðva sem yrðu fyrir röskun, eftir því sem eðlilegt gæti talist. Þegar litið er á hag neytenda, skattgreiðenda og landsins sem ferðamannastaðar er ekki forsvaranlegt að fresta umbótum í 10 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýlegir útreikningar sýna að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felld niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19%-53% (nálægt 35% að meðaltali) lægra en verð á sams konar innlendum matvörum. Í meðfylgjandi töflu sést verð einstakra vörutegunda og verð á sambærilegum innfluttum vörum. Verð í kr./kg með virðisaukaskatti út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 og eins og þau hefðu verið með tollfrjálsum innflutningi að því gefnu að verðlækkun skili sér til neytenda. Verð innlendrar vöru er verðið eins og það var í Bónus í febrúar 2016. Verð innfluttu vörunnar er það sem það hefði verið ef innflutningur væri tollfrjáls og án annarra innflutningshindrana en af heilbrigðisástæðum að því gefnu að það skilaði sér til neytenda. Verð á innfluttum vörum byggir á upplýsingum frá Högum. Matið nær til allra vöruflokka sem nú njóta tollverndar. Hvað viðkemur mjólkurvörum nær könnunin bara til algengra osta. Þegar tollum var aflétt af helstu tegundum grænmetis árið 2002 minnkaði sala innlendrar framleiðslu talsvert fyrstu árin. Greinin var styrkt af skattfé til að takast á við aukna samkeppni. Vöruþróun efldist og salan jókst þannig að hlutdeild innlends grænmetis hefur vaxið aftur. Reikna má með svipaðri þróun hvað varðar kjöt, egg og mjólk. Margir munu velja íslenskt þó það kosti meira m.a. þar sem þeir þekkja vöruna og treysta heilbrigði hennar betur.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Í heild greiða neytendur um 22 milljarða króna á ári aukalega vegna tollahindrana á landbúnaðarvörum og skattgreiðendur um 14 milljarða vegna styrkja (beingreiðslna) eða samtals um 35 milljarða króna á ári eða rúmar 100 þús. kr. á hvern Íslending. Nýlegum búvörusamningum er ætlað að gilda til 10 ára. Þeir verða til umfjöllunar á Alþingi og í þjóðfélaginu á næstu vikum og mánuðum. Alþingismenn hljóta fyrst og fremst að gæta almannahagsmuna umfram sérhagsmuni. Því er eðlilegt að í þessu máli gæti alþingismenn hagsmuna neytenda og skattgreiðenda. Stefna þarf að afnámi tolla og hafta í landbúnaði og gera bændum kleift að bæta hag sinn á frjálsum markaði. Kjúklinga-, svína- og eggjabændur eru einungis um 50 á landinu. Byrja ætti á að aflétta tollahindrunum af eggjum, kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Hagur neytenda af slíkri aðgerð yrði um 10 milljarðar króna á ári. Bæta mætti tjón þeirra bænda og vinnslustöðva sem yrðu fyrir röskun, eftir því sem eðlilegt gæti talist. Þegar litið er á hag neytenda, skattgreiðenda og landsins sem ferðamannastaðar er ekki forsvaranlegt að fresta umbótum í 10 ár.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar