Matvara gæti verið 35 prósent ódýrari Guðjón Sigurbjartsson og Jóhannes Gunnarsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýlegir útreikningar sýna að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felld niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19%-53% (nálægt 35% að meðaltali) lægra en verð á sams konar innlendum matvörum. Í meðfylgjandi töflu sést verð einstakra vörutegunda og verð á sambærilegum innfluttum vörum. Verð í kr./kg með virðisaukaskatti út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 og eins og þau hefðu verið með tollfrjálsum innflutningi að því gefnu að verðlækkun skili sér til neytenda. Verð innlendrar vöru er verðið eins og það var í Bónus í febrúar 2016. Verð innfluttu vörunnar er það sem það hefði verið ef innflutningur væri tollfrjáls og án annarra innflutningshindrana en af heilbrigðisástæðum að því gefnu að það skilaði sér til neytenda. Verð á innfluttum vörum byggir á upplýsingum frá Högum. Matið nær til allra vöruflokka sem nú njóta tollverndar. Hvað viðkemur mjólkurvörum nær könnunin bara til algengra osta. Þegar tollum var aflétt af helstu tegundum grænmetis árið 2002 minnkaði sala innlendrar framleiðslu talsvert fyrstu árin. Greinin var styrkt af skattfé til að takast á við aukna samkeppni. Vöruþróun efldist og salan jókst þannig að hlutdeild innlends grænmetis hefur vaxið aftur. Reikna má með svipaðri þróun hvað varðar kjöt, egg og mjólk. Margir munu velja íslenskt þó það kosti meira m.a. þar sem þeir þekkja vöruna og treysta heilbrigði hennar betur.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Í heild greiða neytendur um 22 milljarða króna á ári aukalega vegna tollahindrana á landbúnaðarvörum og skattgreiðendur um 14 milljarða vegna styrkja (beingreiðslna) eða samtals um 35 milljarða króna á ári eða rúmar 100 þús. kr. á hvern Íslending. Nýlegum búvörusamningum er ætlað að gilda til 10 ára. Þeir verða til umfjöllunar á Alþingi og í þjóðfélaginu á næstu vikum og mánuðum. Alþingismenn hljóta fyrst og fremst að gæta almannahagsmuna umfram sérhagsmuni. Því er eðlilegt að í þessu máli gæti alþingismenn hagsmuna neytenda og skattgreiðenda. Stefna þarf að afnámi tolla og hafta í landbúnaði og gera bændum kleift að bæta hag sinn á frjálsum markaði. Kjúklinga-, svína- og eggjabændur eru einungis um 50 á landinu. Byrja ætti á að aflétta tollahindrunum af eggjum, kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Hagur neytenda af slíkri aðgerð yrði um 10 milljarðar króna á ári. Bæta mætti tjón þeirra bænda og vinnslustöðva sem yrðu fyrir röskun, eftir því sem eðlilegt gæti talist. Þegar litið er á hag neytenda, skattgreiðenda og landsins sem ferðamannastaðar er ekki forsvaranlegt að fresta umbótum í 10 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Nýlegir útreikningar sýna að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felld niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19%-53% (nálægt 35% að meðaltali) lægra en verð á sams konar innlendum matvörum. Í meðfylgjandi töflu sést verð einstakra vörutegunda og verð á sambærilegum innfluttum vörum. Verð í kr./kg með virðisaukaskatti út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 og eins og þau hefðu verið með tollfrjálsum innflutningi að því gefnu að verðlækkun skili sér til neytenda. Verð innlendrar vöru er verðið eins og það var í Bónus í febrúar 2016. Verð innfluttu vörunnar er það sem það hefði verið ef innflutningur væri tollfrjáls og án annarra innflutningshindrana en af heilbrigðisástæðum að því gefnu að það skilaði sér til neytenda. Verð á innfluttum vörum byggir á upplýsingum frá Högum. Matið nær til allra vöruflokka sem nú njóta tollverndar. Hvað viðkemur mjólkurvörum nær könnunin bara til algengra osta. Þegar tollum var aflétt af helstu tegundum grænmetis árið 2002 minnkaði sala innlendrar framleiðslu talsvert fyrstu árin. Greinin var styrkt af skattfé til að takast á við aukna samkeppni. Vöruþróun efldist og salan jókst þannig að hlutdeild innlends grænmetis hefur vaxið aftur. Reikna má með svipaðri þróun hvað varðar kjöt, egg og mjólk. Margir munu velja íslenskt þó það kosti meira m.a. þar sem þeir þekkja vöruna og treysta heilbrigði hennar betur.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Í heild greiða neytendur um 22 milljarða króna á ári aukalega vegna tollahindrana á landbúnaðarvörum og skattgreiðendur um 14 milljarða vegna styrkja (beingreiðslna) eða samtals um 35 milljarða króna á ári eða rúmar 100 þús. kr. á hvern Íslending. Nýlegum búvörusamningum er ætlað að gilda til 10 ára. Þeir verða til umfjöllunar á Alþingi og í þjóðfélaginu á næstu vikum og mánuðum. Alþingismenn hljóta fyrst og fremst að gæta almannahagsmuna umfram sérhagsmuni. Því er eðlilegt að í þessu máli gæti alþingismenn hagsmuna neytenda og skattgreiðenda. Stefna þarf að afnámi tolla og hafta í landbúnaði og gera bændum kleift að bæta hag sinn á frjálsum markaði. Kjúklinga-, svína- og eggjabændur eru einungis um 50 á landinu. Byrja ætti á að aflétta tollahindrunum af eggjum, kjúklinga-, svína- og nautakjöti. Hagur neytenda af slíkri aðgerð yrði um 10 milljarðar króna á ári. Bæta mætti tjón þeirra bænda og vinnslustöðva sem yrðu fyrir röskun, eftir því sem eðlilegt gæti talist. Þegar litið er á hag neytenda, skattgreiðenda og landsins sem ferðamannastaðar er ekki forsvaranlegt að fresta umbótum í 10 ár.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun