Sumardagurinn fyrsti var hinn raunverulegi nýársdagur Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 21. apríl 2016 10:00 Vísir/Getty „Sumardagurinn fyrsti er hvergi til í heiminum nema hér hjá okkur en þetta er liður í okkar gamla tímatali. Sumardagurinn fyrsti var hinn raunverulegi nýársdagur, þess vegna höldum við hann hátíðlegan enn þann dag í dag. Þetta vitum við vegna þess að hér áður fyrr var alltaf talað um hversu margra vetra börnin væru og enn þann dag í dag tala bændur um hversu margra vetra húsdýrin séu. Sumardagurinn fyrsti var mesti hátíðardagur Íslendinga ásamt jólunum, en sumargjafir eru mun eldri en jólagjafir,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur.Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði bókina Saga daganna – hátíðir og merkisdagar.Sumardagurinn fyrsti þýðir ekki að sumarblíðan sé komin, en Íslendingar hafa verið haldnir þeim mikla misskilningi svo árum skiptir, heldur markar hann upphaf sumarmisseris. „Sumardagurinn fyrsti er oft kallaður yngismeyjardagur og er fyrsti dagur hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Hann er alltaf fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl, eða á tímabilinu 19.-25. apríl. Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744,“ segir Árni. Í íslenskri þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfaranótt sumardagsins fyrsta. „Hvarvetna var fylgst með því hvort frost væri aðfaranótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysi sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns,“ segir Árni. Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
„Sumardagurinn fyrsti er hvergi til í heiminum nema hér hjá okkur en þetta er liður í okkar gamla tímatali. Sumardagurinn fyrsti var hinn raunverulegi nýársdagur, þess vegna höldum við hann hátíðlegan enn þann dag í dag. Þetta vitum við vegna þess að hér áður fyrr var alltaf talað um hversu margra vetra börnin væru og enn þann dag í dag tala bændur um hversu margra vetra húsdýrin séu. Sumardagurinn fyrsti var mesti hátíðardagur Íslendinga ásamt jólunum, en sumargjafir eru mun eldri en jólagjafir,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur.Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði bókina Saga daganna – hátíðir og merkisdagar.Sumardagurinn fyrsti þýðir ekki að sumarblíðan sé komin, en Íslendingar hafa verið haldnir þeim mikla misskilningi svo árum skiptir, heldur markar hann upphaf sumarmisseris. „Sumardagurinn fyrsti er oft kallaður yngismeyjardagur og er fyrsti dagur hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Hann er alltaf fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl, eða á tímabilinu 19.-25. apríl. Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744,“ segir Árni. Í íslenskri þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfaranótt sumardagsins fyrsta. „Hvarvetna var fylgst með því hvort frost væri aðfaranótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysi sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns,“ segir Árni.
Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira