Viðskipti erlent

Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Volkswagen-svindlið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið.
Volkswagen-svindlið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið. Vísir/getty

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen mun greiða umtalsverðar skaðabætur og bjóðast til þess að kaupa aftur bíla frá viðskiptavinum í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu.

Volkswagen hefur gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum vegna málsins en fyrirtækið mun bjóðast til þess að kaupa til baka allt að fimm hundruð þúsund bíla sem útbúnir voru þeim búnaði sem notaður var til þess að svindla á útblástursmælingum.

Ekki er gefið upp hversu háar skaðabætur Volkswagen mun þurfa að greiða viðskiptavinum sínum en upphæðin er sögð vera umtalsverð. Volkswagen lagði til hliðar um 7.3 milljarða dollara til þess að mæta mögulegum sektargreiðslum vegna málsins.

Sérfræðingar telja að svindl bílaframleiðendans muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir.

Hlutabréf Volkswagen hríðféllu eftir að upp var ljóstrað um svindlið en hafa þau hækkað að einhverju leyti eftir að tilkynnt var um samkomulagið við bandarísk yfirvöld.
 

En í hverju fólst svindlið?
Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif.

Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur.

Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.