Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. apríl 2016 18:45 Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent