Ein milljón Mazda MX-5 Miata Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 11:39 Mazda MX-5 Miata. Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira