Ein milljón Mazda MX-5 Miata Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 11:39 Mazda MX-5 Miata. Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent