Ford innkallar Mustang, F-150, Expedition og Navigator af árgerðum 2011 og 2012 Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 09:52 Ford F-150 er einn þeirra bíla sem gallinn er í. Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent
Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent