Ford með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 16:50 Ford Fiesta. Bílaframleiðandinn Ford hefur aldrei hagnast meira á fyrsta ársfjórðingi sem nú og var hagnaðurinn helmingi meiri en í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta nam 471 milljarði en 310 milljarði eftir skatta. Hagnaður af veltu var einnig hár, eða 9,8%. Það sem helst skýrir þennan ágæt hagnað er mikil sala í pallbílum, jeppum og jepplingum Ford. Sala bíla í mars í Bandaríkjunum olli vonbrigðum og átti það líka við hjá Ford en hún hefur aftur tekið kipp nú í apríl og eins og í fyrra stefnir í mjög góða sölu bíla þar vestanhafs. Var hún 17,5 milljón bílar í fyrra og stefnir í álíka tölu í ár. Hagnaður Ford var verulega umfram væntingar markaðarins og hagnaður á hvern hlut í Ford varð miklu meiri en spáð var. Hann var nú 0,68 dollarar á hlut en var 0,39 dollarar í fyrra. Þessi fyrsti ársfjórðungur er sá fjórði í röðinni hjá Ford þar sem salan eykst í Evrópu eftir langan tíma stöðnunar í sölu Ford bíla þar. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur aldrei hagnast meira á fyrsta ársfjórðingi sem nú og var hagnaðurinn helmingi meiri en í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta nam 471 milljarði en 310 milljarði eftir skatta. Hagnaður af veltu var einnig hár, eða 9,8%. Það sem helst skýrir þennan ágæt hagnað er mikil sala í pallbílum, jeppum og jepplingum Ford. Sala bíla í mars í Bandaríkjunum olli vonbrigðum og átti það líka við hjá Ford en hún hefur aftur tekið kipp nú í apríl og eins og í fyrra stefnir í mjög góða sölu bíla þar vestanhafs. Var hún 17,5 milljón bílar í fyrra og stefnir í álíka tölu í ár. Hagnaður Ford var verulega umfram væntingar markaðarins og hagnaður á hvern hlut í Ford varð miklu meiri en spáð var. Hann var nú 0,68 dollarar á hlut en var 0,39 dollarar í fyrra. Þessi fyrsti ársfjórðungur er sá fjórði í röðinni hjá Ford þar sem salan eykst í Evrópu eftir langan tíma stöðnunar í sölu Ford bíla þar.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent