Ford að smíða samkeppnisbíl Tesla og Bolt Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2016 10:48 Ford Fiesta Plug-In-Hybrid. Á síðasta ári var haft eftir forsvarsmönnum Ford að fyrirtækið hefði lagt til 550 milljarða króna til þróunar 13 tvinnbílum og rafmagnsbílum til ársins 2020. Nú hefur einn af háttsettustu mönnum innan Ford sagt að fyrirtækið vinni nú að smíði rafmagnsbíls með svipaða drægni og Tesla Model 3 og Chevrolet Volt bílarnir. Það þýðir að hann á að komast ríflega 300 kílómetra á fullri hleðslu. Ford ætlar að verða eitt þeirra fyrirtækja sem mun taka forystuna í smíði langdrægra rafmagnsbíla og með því taka þátt í þeirri þróun fjölmargra bílaframleiðenda sem sér framtíðina í smíði slíkra bíla. Þetta er fyrsta sinni sem Ford viðurkennir að það muni fara í samkeppni við Tesla og í leiðinni Chevrolet Volt rafmagnsbílinn. Ford minntist ekki á neinar tímasetningar í þessu sambandi en heimildir herma að Ford muni hefja fjöldaframleiðslu þannig bíls í Mexíkó árið 2019. Eitt er þó víst, Ford hefur vel efni á því að eyða miklum peningum í þróun rafmagnsbíla ef marka má þann ágæta hagnað sem á strafsemi Ford er nú, en í gær var hér greint frá methagnaði fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Á síðasta ári var haft eftir forsvarsmönnum Ford að fyrirtækið hefði lagt til 550 milljarða króna til þróunar 13 tvinnbílum og rafmagnsbílum til ársins 2020. Nú hefur einn af háttsettustu mönnum innan Ford sagt að fyrirtækið vinni nú að smíði rafmagnsbíls með svipaða drægni og Tesla Model 3 og Chevrolet Volt bílarnir. Það þýðir að hann á að komast ríflega 300 kílómetra á fullri hleðslu. Ford ætlar að verða eitt þeirra fyrirtækja sem mun taka forystuna í smíði langdrægra rafmagnsbíla og með því taka þátt í þeirri þróun fjölmargra bílaframleiðenda sem sér framtíðina í smíði slíkra bíla. Þetta er fyrsta sinni sem Ford viðurkennir að það muni fara í samkeppni við Tesla og í leiðinni Chevrolet Volt rafmagnsbílinn. Ford minntist ekki á neinar tímasetningar í þessu sambandi en heimildir herma að Ford muni hefja fjöldaframleiðslu þannig bíls í Mexíkó árið 2019. Eitt er þó víst, Ford hefur vel efni á því að eyða miklum peningum í þróun rafmagnsbíla ef marka má þann ágæta hagnað sem á strafsemi Ford er nú, en í gær var hér greint frá methagnaði fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent