Var í Bretlandi á róstusömum tíma Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2016 12:00 Baldur Þórhallsson Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vakti athygli fyrir vasklega framgöngu þegar hann greindi stjórnmálaástandið í beinni útsendingu fréttastofu Stöðvar 2 í síðustu viku. Það var ein eftirminnilegasta atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu. Markaðurinn sló á þráðinn til þess að forvitnast meira um þennan mann. „Ég sit hérna á flugvelli erlendis og er að bíða. Ég er að fara að kenna í Tallinn um smáríki,“ segir Baldur þegar Markaðurinn nær tali af honum. „Þeir hafa ennþá þá trú í Talinn að smáríki geti áorkað einhverju í heiminum,“ segir hann léttur í bragði. Baldur byrjaði að kenna sem stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1995. Hann var svo ráðinn lektor árið 2000. „Ég kláraði doktorsritgerð frá háskólanum í Essex á Englandi 1999. Og ég var svo heppinn að það var auglýst staða um svipað leyti við deildina,“ segir hann. Þótt Baldur hafi í síðustu viku haft hugann allan við íslensk stjórnmál og stjórnskipan hefur hann þó mesta áherslu lagt á Evrópusambandið í sínum fræðastörfum. „Ég skrifaði um möguleika smáríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins og fjallaði þá um sjö smærri ríki sem þá voru aðilar að sambandinu,“ segir Baldur, aðspurður hvert efni doktorsverkefnis hans hafi verið. „Ástæðan fyrir því að ég valdi mér þetta viðfangsefni var að mig langaði til að átta mig á því hver staða Íslands yrði innan sambandsins og hverjir væru möguleikar Íslands til áhrifa,“ segir Baldur. Hann bendir á að það sé ekki hægt að gera rannsókn á þessu viðfangsefni út af fyrir sig. „En ég skrifaði meistararitgerð frá sama skóla um stöðu Írlands í sambandinu. Svo ákvað ég að rannsaka önnur smáríki í sambandinu í doktorsritgerðinni til þess að reyna að átta mig á því hvort Íslendingar gætu komið sínum lykilmálum á framfæri innan sambandsins og haft áhrif.“ Baldur segir niðurstöðuna í mjög stuttu máli hafa verið þá að í þeim málaflokkum sem smáríki einblína á geta þau mjög auðveldlega varið sína hagsmuni og haft áhrif í þeim. „Hins vegar gerir smæðin það að verkum að þau geta ekki verið að skipta sér af öllum málum innan sambandsins. Þau verða að forgangsraða mjög stíft og einblína svo á lykilhagsmuni.“ Baldur bjó um árabil í Bretlandi á meðan hann stundaði nám og lætur vel af þeirri reynslu. „Ég bjó í Bretlandi frá 1992 til ’95 og fór síðan aftur í eitt ár frá 1997 til ’98 til að klára doktorsritgerðina.“ Hann bendir á að fyrstu þrjú árin sem hann bjó úti hafi John Major verið forsætisráðherra og mikið gengið á. „Það leið varla mánuður að einhver ráðherra segði ekki af sér vegna einhverra skandala. Og það var mikil ólga í bresku samfélagi,“ segir Baldur, en engu að síður hafi verið dásamlegt að búa þar. „Ég var dálítið í London vegna þess að ég var dálítið mikið á bókasafninu í London School of Economics við skriftir,“ segir hann og bætir því við að það sé mjög gaman að búa erlendis um tíma og geta sett sig inn í þjóðfélagsmál annars staðar. Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vakti athygli fyrir vasklega framgöngu þegar hann greindi stjórnmálaástandið í beinni útsendingu fréttastofu Stöðvar 2 í síðustu viku. Það var ein eftirminnilegasta atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu. Markaðurinn sló á þráðinn til þess að forvitnast meira um þennan mann. „Ég sit hérna á flugvelli erlendis og er að bíða. Ég er að fara að kenna í Tallinn um smáríki,“ segir Baldur þegar Markaðurinn nær tali af honum. „Þeir hafa ennþá þá trú í Talinn að smáríki geti áorkað einhverju í heiminum,“ segir hann léttur í bragði. Baldur byrjaði að kenna sem stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1995. Hann var svo ráðinn lektor árið 2000. „Ég kláraði doktorsritgerð frá háskólanum í Essex á Englandi 1999. Og ég var svo heppinn að það var auglýst staða um svipað leyti við deildina,“ segir hann. Þótt Baldur hafi í síðustu viku haft hugann allan við íslensk stjórnmál og stjórnskipan hefur hann þó mesta áherslu lagt á Evrópusambandið í sínum fræðastörfum. „Ég skrifaði um möguleika smáríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins og fjallaði þá um sjö smærri ríki sem þá voru aðilar að sambandinu,“ segir Baldur, aðspurður hvert efni doktorsverkefnis hans hafi verið. „Ástæðan fyrir því að ég valdi mér þetta viðfangsefni var að mig langaði til að átta mig á því hver staða Íslands yrði innan sambandsins og hverjir væru möguleikar Íslands til áhrifa,“ segir Baldur. Hann bendir á að það sé ekki hægt að gera rannsókn á þessu viðfangsefni út af fyrir sig. „En ég skrifaði meistararitgerð frá sama skóla um stöðu Írlands í sambandinu. Svo ákvað ég að rannsaka önnur smáríki í sambandinu í doktorsritgerðinni til þess að reyna að átta mig á því hvort Íslendingar gætu komið sínum lykilmálum á framfæri innan sambandsins og haft áhrif.“ Baldur segir niðurstöðuna í mjög stuttu máli hafa verið þá að í þeim málaflokkum sem smáríki einblína á geta þau mjög auðveldlega varið sína hagsmuni og haft áhrif í þeim. „Hins vegar gerir smæðin það að verkum að þau geta ekki verið að skipta sér af öllum málum innan sambandsins. Þau verða að forgangsraða mjög stíft og einblína svo á lykilhagsmuni.“ Baldur bjó um árabil í Bretlandi á meðan hann stundaði nám og lætur vel af þeirri reynslu. „Ég bjó í Bretlandi frá 1992 til ’95 og fór síðan aftur í eitt ár frá 1997 til ’98 til að klára doktorsritgerðina.“ Hann bendir á að fyrstu þrjú árin sem hann bjó úti hafi John Major verið forsætisráðherra og mikið gengið á. „Það leið varla mánuður að einhver ráðherra segði ekki af sér vegna einhverra skandala. Og það var mikil ólga í bresku samfélagi,“ segir Baldur, en engu að síður hafi verið dásamlegt að búa þar. „Ég var dálítið í London vegna þess að ég var dálítið mikið á bókasafninu í London School of Economics við skriftir,“ segir hann og bætir því við að það sé mjög gaman að búa erlendis um tíma og geta sett sig inn í þjóðfélagsmál annars staðar.
Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira