Stjórnendur Landsbankans óttuðust um rekstrarhæfi bankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2016 11:00 Landsbankinn seldi eignarhaldsfélagið Vestia vegna þess að efla eiginfjárstöðu í kjölfar gengislánadóma. vísir/Andri Landsbankans óttuðust árið 2010 að dómar vegna gengistryggðra lána kynnu í versta falli að leiða til þess að eiginfjárhlutfall færi undir lögbundið lágmark, sem var þá átta prósent. Þetta var ástæða þess að ráðist var í sölu á eignarhaldsfélaginu Vestia til Framtakssjóðs Íslands árið 2010. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til Landsbankans hinn 11. mars síðastliðinn, sem ritað er vegna sölu bankans á hlut sínum í Borgun, er vikið að sölu Landsbankans á Vestia. Salan á Vestia til FSI, sem var tilkynnt 20. ágúst 2010, var harðlega gagnrýnd á opinberum vettvangi, rétt eins og salan á Borgun. Að beiðni fjármálaráðuneytisins aflaði Bankasýsla ríkisins upplýsinga frá Landsbankanum um söluna með bréfi, dagsettu 20. janúar 2011. Bankinn svaraði fyrirspurn Bankasýslunnar 27. janúar. Þar kom fram að á þessum tíma hefði verið mikil óvissa um lögmæti erlendra lána bankans sem hefði getað haft veruleg áhrif á eiginfjárstöðu hans. Taldi bankinn sér skylt að leita leiða við að efla eiginfjárstöðu sína án þess að leita til ríkissjóðs um fjárframlag og væri því óhjákvæmilegt annað en að hraða sölu eigna. Beindust sjónir fljótt að Vestia enda gæti slík sala verulega eflt eiginfjárstöðu bankans. Markaðurinn óskaði í vikunni eftir afriti af bréfinu sem Landsbankinn sendi Bankasýslunni í janúar 2011, þar sem salan er útskýrð, en fékk synjun. Ástæðan er sú að bréfið „varðar samskipti bankans og stofnunarinnar sem bankinn telur að trúnaðarskylda hvíli á. Landsbankinn telur sér því ekki heimilt að afhenda fjölmiðlum afrit bréfsins.“ Hins vegar kemur fram í erindi sem Landsbankinn sendi Bankasýslunni hinn 11. febrúar síðastliðinn að bankinn hafi upplýst Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og hluthafa um stöðuna með skriflegum hætti sökum alvarleika málsins. Upplýsingar um að stjórnendur Landsbankans óttuðust að eiginfjárhlutfall bankans kynni að fara undir lögbundið lágmark voru fyrst birtar almenningi þegar þetta bréf bankans, frá 11. febrúar, var gert opinbert. Engu að síður kveða lög Seðlabankans á um að ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógni fjármálakerfinu skuli hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til. Markaðurinn spurði Fjármálaeftirlitið út í málið og fékk þau svör að ekki yrðu veittar upplýsingar um málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila. „Á hinn bóginn má geta þess að Fjármálaeftirlitið fylgdist sérstaklega náið með eiginfjárstöðu lánastofnana vegna óvissu um bókfært virði gengislána á umræddum tíma. Í athugun Fjármálaeftirlitsins á áhrifum gengislánadóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 kom í ljós að dekksta sviðsmyndin hefði haft veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu lánastofnana en eins og kunnugt er varð sú sviðsmynd ekki að veruleika,“ segir í svarinu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Landsbankans óttuðust árið 2010 að dómar vegna gengistryggðra lána kynnu í versta falli að leiða til þess að eiginfjárhlutfall færi undir lögbundið lágmark, sem var þá átta prósent. Þetta var ástæða þess að ráðist var í sölu á eignarhaldsfélaginu Vestia til Framtakssjóðs Íslands árið 2010. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til Landsbankans hinn 11. mars síðastliðinn, sem ritað er vegna sölu bankans á hlut sínum í Borgun, er vikið að sölu Landsbankans á Vestia. Salan á Vestia til FSI, sem var tilkynnt 20. ágúst 2010, var harðlega gagnrýnd á opinberum vettvangi, rétt eins og salan á Borgun. Að beiðni fjármálaráðuneytisins aflaði Bankasýsla ríkisins upplýsinga frá Landsbankanum um söluna með bréfi, dagsettu 20. janúar 2011. Bankinn svaraði fyrirspurn Bankasýslunnar 27. janúar. Þar kom fram að á þessum tíma hefði verið mikil óvissa um lögmæti erlendra lána bankans sem hefði getað haft veruleg áhrif á eiginfjárstöðu hans. Taldi bankinn sér skylt að leita leiða við að efla eiginfjárstöðu sína án þess að leita til ríkissjóðs um fjárframlag og væri því óhjákvæmilegt annað en að hraða sölu eigna. Beindust sjónir fljótt að Vestia enda gæti slík sala verulega eflt eiginfjárstöðu bankans. Markaðurinn óskaði í vikunni eftir afriti af bréfinu sem Landsbankinn sendi Bankasýslunni í janúar 2011, þar sem salan er útskýrð, en fékk synjun. Ástæðan er sú að bréfið „varðar samskipti bankans og stofnunarinnar sem bankinn telur að trúnaðarskylda hvíli á. Landsbankinn telur sér því ekki heimilt að afhenda fjölmiðlum afrit bréfsins.“ Hins vegar kemur fram í erindi sem Landsbankinn sendi Bankasýslunni hinn 11. febrúar síðastliðinn að bankinn hafi upplýst Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og hluthafa um stöðuna með skriflegum hætti sökum alvarleika málsins. Upplýsingar um að stjórnendur Landsbankans óttuðust að eiginfjárhlutfall bankans kynni að fara undir lögbundið lágmark voru fyrst birtar almenningi þegar þetta bréf bankans, frá 11. febrúar, var gert opinbert. Engu að síður kveða lög Seðlabankans á um að ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógni fjármálakerfinu skuli hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til. Markaðurinn spurði Fjármálaeftirlitið út í málið og fékk þau svör að ekki yrðu veittar upplýsingar um málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila. „Á hinn bóginn má geta þess að Fjármálaeftirlitið fylgdist sérstaklega náið með eiginfjárstöðu lánastofnana vegna óvissu um bókfært virði gengislána á umræddum tíma. Í athugun Fjármálaeftirlitsins á áhrifum gengislánadóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 kom í ljós að dekksta sviðsmyndin hefði haft veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu lánastofnana en eins og kunnugt er varð sú sviðsmynd ekki að veruleika,“ segir í svarinu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum 13. apríl
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira