Kosningakrafa stjórnarandstöðunnar Árni Stefán Árnason skrifar 13. apríl 2016 13:25 Undrun vekja hjá mér viðbrögð ¾ hluta stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingar , Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, hluta fimmflokksins á þingi, sem margoft hefur verið kallað eftir að víki með orðunum: fjórflokkinn burt. Þessir flokkar æpa nú sigurvissir hátt eftir kosningum. Háttalag þeirra er, sem hafi þeir dottið í lukkupottinn eins og andstaðan er við núverandi ríkisstjórn í háværum mótmælum m.a. á Austurvelli. Eins og verið sé að kalla á eftir þeim til að taka við stjórn landsins. Þeir eigi sigur vísan í næstu alþingiskosningum. Fylgi allra þessara andstöðuflokka er engu að síður í sögulegu lágmarki. Ekki að ástæðulausu þegar horft er til baka. Kjósendur bera ekkert meira traust til þessara flokka en áður, það sýna kannanir, traust þeirra er jafn rúið og ríkisstjórnarflokkanna, bara með öðrum hætti. Ég vona, að Píratar, sá flokkur, sem sker sig úr heildinnni í fylgi skv. könnunum í fjölda missera, sker sig úr heildinni með grunngildum sínum, pólitískum siðferðisviðmiðum og öðrum góðum hugsjónum sigli nú áfram sína leið, sem fyrr og skoði gaumgæfilega hvort hann leyfi öðrum stjórnarandstöðuflokkum að hanga í pilsfaldi sínum. Kratar, Vinstri grænir og Björt framtíð bjóða ekki upp á neitt nýtt þrátt fyrir uppákomur síðustu daga. Pólitík þeirra er gamaldags, úreld. Pólitík, sem flestir vilja losna við og hinn almenni kjósandi er löngu orðinn þreyttur á. Hve lengi höfum við kallað: fjórflokkinn burt? Mjög lengi. Alltof lengi! Mín skoðun er, eftir af hafa fylgst gaumgæfilega með Samfylkingunni (áður Alþýðuflokknum), Vinstri grænum (áður Alþýðubandalaginu) og Bjartri framtíð er að tími þeirra sé útrunninn. Það sé misskilningur hjá forystumönnnum þessara flokka að verið sé að kalla eftir þeim til stjórnar landsins. Það kann að vera, að sumum virðist stefna Pírata óljós. Ég hef skilning á því en tel mig skilja gildin og styð þau. Píratar mælast langstærsti stjórnmálaflokkur Íslands í könnunum. Ekki að ástæðulausu, þegar grannt er skoðað. Í grunngildum flokksins felst mikilvæg undirliggjandi stefna. Skilningur á henni krefst lærdóms. Máski er það réttmæt krafa að gildin séu stílfærð með aðgengilegri hætti fyrir þá er telja sig ekki geta greint neina stjórnmálastefnu í þeim. Á það ekki síst við um eldri borgara og ónetvædda. - Ég get í vissum skilningi tekið undir þá kröfu. Fylgi við Pírata ykist stórum og væri það vel! Síðast en ekki síst eru Píratar, einn flokka, sem barist hefur fyrir gildistöku frumvarps Stjórnalagaráðs eins og það liggur fyrir, kosið var um og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undrun vekja hjá mér viðbrögð ¾ hluta stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingar , Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, hluta fimmflokksins á þingi, sem margoft hefur verið kallað eftir að víki með orðunum: fjórflokkinn burt. Þessir flokkar æpa nú sigurvissir hátt eftir kosningum. Háttalag þeirra er, sem hafi þeir dottið í lukkupottinn eins og andstaðan er við núverandi ríkisstjórn í háværum mótmælum m.a. á Austurvelli. Eins og verið sé að kalla á eftir þeim til að taka við stjórn landsins. Þeir eigi sigur vísan í næstu alþingiskosningum. Fylgi allra þessara andstöðuflokka er engu að síður í sögulegu lágmarki. Ekki að ástæðulausu þegar horft er til baka. Kjósendur bera ekkert meira traust til þessara flokka en áður, það sýna kannanir, traust þeirra er jafn rúið og ríkisstjórnarflokkanna, bara með öðrum hætti. Ég vona, að Píratar, sá flokkur, sem sker sig úr heildinnni í fylgi skv. könnunum í fjölda missera, sker sig úr heildinni með grunngildum sínum, pólitískum siðferðisviðmiðum og öðrum góðum hugsjónum sigli nú áfram sína leið, sem fyrr og skoði gaumgæfilega hvort hann leyfi öðrum stjórnarandstöðuflokkum að hanga í pilsfaldi sínum. Kratar, Vinstri grænir og Björt framtíð bjóða ekki upp á neitt nýtt þrátt fyrir uppákomur síðustu daga. Pólitík þeirra er gamaldags, úreld. Pólitík, sem flestir vilja losna við og hinn almenni kjósandi er löngu orðinn þreyttur á. Hve lengi höfum við kallað: fjórflokkinn burt? Mjög lengi. Alltof lengi! Mín skoðun er, eftir af hafa fylgst gaumgæfilega með Samfylkingunni (áður Alþýðuflokknum), Vinstri grænum (áður Alþýðubandalaginu) og Bjartri framtíð er að tími þeirra sé útrunninn. Það sé misskilningur hjá forystumönnnum þessara flokka að verið sé að kalla eftir þeim til stjórnar landsins. Það kann að vera, að sumum virðist stefna Pírata óljós. Ég hef skilning á því en tel mig skilja gildin og styð þau. Píratar mælast langstærsti stjórnmálaflokkur Íslands í könnunum. Ekki að ástæðulausu, þegar grannt er skoðað. Í grunngildum flokksins felst mikilvæg undirliggjandi stefna. Skilningur á henni krefst lærdóms. Máski er það réttmæt krafa að gildin séu stílfærð með aðgengilegri hætti fyrir þá er telja sig ekki geta greint neina stjórnmálastefnu í þeim. Á það ekki síst við um eldri borgara og ónetvædda. - Ég get í vissum skilningi tekið undir þá kröfu. Fylgi við Pírata ykist stórum og væri það vel! Síðast en ekki síst eru Píratar, einn flokka, sem barist hefur fyrir gildistöku frumvarps Stjórnalagaráðs eins og það liggur fyrir, kosið var um og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar