Jaguar hættir framleiðslu langbaka Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 14:14 Jaguar XF í langbaksgerð heyrir nú brátt sögunni til. Svo virðist sem heimsbyggðin öskri á jepplinga og jeppa um þessar mundir og það er meðal annars á kostnað langbaksgerða bílaframleiðenda, svokallaða station- eða wagon bíla. Völdum þessa hefur Jaguar nú ákveðið að hætta framleiðslu langbaksgerða sinna. Jaguar ætlar, sem ljóst hefur verið í nokkur tíma, að bjóða jeppann F-Pace og svara með því eftirspurninni eftir dýrum og flottum jeppum og styttast fer í að hann komi á göturnar. Sala langbaka hefur verið á hröðu undanhaldi víða í heiminum á undanförnum árum, ekki síst í Bandaríkjunum og hafa jeppar og jepplingar leyst þá af hólmi. Þetta á þó ekki við öll lönd og til dæmis í Þýskalandi og Svíþjóð er enn mikil sala í langbökum, enda framleiða þýskir bílaframleiðendur og Volvo mikið af langbökum.Volvo V90 er nýr bíll frá Volvo og þar í landi seljast langbakar eins og heitar lummur.Audi A6 Allroad er annað dæmi um langbak sem selst vel. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent
Svo virðist sem heimsbyggðin öskri á jepplinga og jeppa um þessar mundir og það er meðal annars á kostnað langbaksgerða bílaframleiðenda, svokallaða station- eða wagon bíla. Völdum þessa hefur Jaguar nú ákveðið að hætta framleiðslu langbaksgerða sinna. Jaguar ætlar, sem ljóst hefur verið í nokkur tíma, að bjóða jeppann F-Pace og svara með því eftirspurninni eftir dýrum og flottum jeppum og styttast fer í að hann komi á göturnar. Sala langbaka hefur verið á hröðu undanhaldi víða í heiminum á undanförnum árum, ekki síst í Bandaríkjunum og hafa jeppar og jepplingar leyst þá af hólmi. Þetta á þó ekki við öll lönd og til dæmis í Þýskalandi og Svíþjóð er enn mikil sala í langbökum, enda framleiða þýskir bílaframleiðendur og Volvo mikið af langbökum.Volvo V90 er nýr bíll frá Volvo og þar í landi seljast langbakar eins og heitar lummur.Audi A6 Allroad er annað dæmi um langbak sem selst vel.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent