Forsætisráðherra sest með Kára Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 31. mars 2016 10:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar að setjast niður með Kára Stefánssyni. Heilbrigðiskerfið verður eflaust til umræðu þar. Eitt af því sem ráðherrann getur áorkað strax er að vinna í að hans flokkur greiði atkvæði gegn breytingum á áfengislöggjöfinni. Kári tók nýlega undir andmæli allra fagstétta sem vinna að menntun og velferð barna varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Þegar Kári stofnaði Velferðarsjóð íslenskra barna árið 2000 var full þörf á að hlúa betur að börnum á Íslandi. Sjóðurinn hefur frá stofnun styrkt um meira en 800 milljónir króna margvísleg verkefni sem hlúa að velferð og geðheilbrigði barna. Enn er aðkallandi að sinna geðheilbrigðismálum barna betur, eins og langir biðlistar segja til um. Nú hefur allsherjar- og menntamálanefnd samþykkt frumvarpið um breytt fyrirkomulag á sölu áfengis. Í samþykkt nefndarinnar kemur fram að heimilisofbeldi muni aukast með breyttu fyrirkomulagi á sölu áfengis. Undirritaður veit ekki til þess að slík samþykkt máls með yfirlýsingu um afleiðingar samþykktar hafi átt sér stað áður á alþingi eða í þingum landa sem við berum okkur saman við. Heimilisofbeldi hefur margvíslegar alvarlegar afleiðingar, ekki síðst á geðheilbrigði barna. Í miklum meirihluta tilfella eru börn og barnshafandi konur fórnarlömb. Eitt mikilvægasta viðfangsefni samfélagsins er að efla geðheilbrigði barna. Það er málefni sem stofnanir samfélagsins sem fjalla um heilsu og almannaheill eru einhuga um. Allar fagstéttir sem vinna að menntunar- og velferðarmálum hafa bent á skaðann sem aukið aðgengi að áfengi veldur. Samtök foreldrafélaga og samtök barna og ungmenna eru í hópi þeirra sem eru andvíg sölu áfengis í matvöruverslunum. Meira en 70 prósent kvenna eru samkvæmt könnun Fréttablaðsins andvíg því að selja áfengi í verslunum. Eitt helsta þrekvirki velferðarkerfisins er árangurinn sem náðst hefur í jafnrétti kynjanna en með því að fara gegn vilja kvenna og barna í þessu máli er stigið risaskref afturábak í jafnréttismálum. Hér er um að tefla stærra mál en svo að það snúist bara um hver fær að selja hvað. Aðgerða er þörf og flokkur ráðherrans dugar til að fella frumvarpið. Í leiðinni að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu, frekar en vinnu vegna afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Hvort ætlar forsætisráðherra Íslands að standa með þjóðinni eða forsvarsmönnum verslunarinnar í þessu mikilvæga máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar að setjast niður með Kára Stefánssyni. Heilbrigðiskerfið verður eflaust til umræðu þar. Eitt af því sem ráðherrann getur áorkað strax er að vinna í að hans flokkur greiði atkvæði gegn breytingum á áfengislöggjöfinni. Kári tók nýlega undir andmæli allra fagstétta sem vinna að menntun og velferð barna varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Þegar Kári stofnaði Velferðarsjóð íslenskra barna árið 2000 var full þörf á að hlúa betur að börnum á Íslandi. Sjóðurinn hefur frá stofnun styrkt um meira en 800 milljónir króna margvísleg verkefni sem hlúa að velferð og geðheilbrigði barna. Enn er aðkallandi að sinna geðheilbrigðismálum barna betur, eins og langir biðlistar segja til um. Nú hefur allsherjar- og menntamálanefnd samþykkt frumvarpið um breytt fyrirkomulag á sölu áfengis. Í samþykkt nefndarinnar kemur fram að heimilisofbeldi muni aukast með breyttu fyrirkomulagi á sölu áfengis. Undirritaður veit ekki til þess að slík samþykkt máls með yfirlýsingu um afleiðingar samþykktar hafi átt sér stað áður á alþingi eða í þingum landa sem við berum okkur saman við. Heimilisofbeldi hefur margvíslegar alvarlegar afleiðingar, ekki síðst á geðheilbrigði barna. Í miklum meirihluta tilfella eru börn og barnshafandi konur fórnarlömb. Eitt mikilvægasta viðfangsefni samfélagsins er að efla geðheilbrigði barna. Það er málefni sem stofnanir samfélagsins sem fjalla um heilsu og almannaheill eru einhuga um. Allar fagstéttir sem vinna að menntunar- og velferðarmálum hafa bent á skaðann sem aukið aðgengi að áfengi veldur. Samtök foreldrafélaga og samtök barna og ungmenna eru í hópi þeirra sem eru andvíg sölu áfengis í matvöruverslunum. Meira en 70 prósent kvenna eru samkvæmt könnun Fréttablaðsins andvíg því að selja áfengi í verslunum. Eitt helsta þrekvirki velferðarkerfisins er árangurinn sem náðst hefur í jafnrétti kynjanna en með því að fara gegn vilja kvenna og barna í þessu máli er stigið risaskref afturábak í jafnréttismálum. Hér er um að tefla stærra mál en svo að það snúist bara um hver fær að selja hvað. Aðgerða er þörf og flokkur ráðherrans dugar til að fella frumvarpið. Í leiðinni að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu, frekar en vinnu vegna afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Hvort ætlar forsætisráðherra Íslands að standa með þjóðinni eða forsvarsmönnum verslunarinnar í þessu mikilvæga máli?
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun