Viðskipti erlent

Kynning Apple á nýjum iPhone í beinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tæknirisinn Apple mun kynna nýjan iPhone í dag. Kynningin ber nafnið Let Us Loop You In, en hún hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Auk nýs síma er einnig talið að fyrirtækið muni kynna nýja gerð iPad spjaldtölva og nýjar ólar fyrir snjallúrin Apple Watch.

Sem svo oft áður er erfitt fyrir þá sem ekki nota vörur Apple að fylgjast með kynningunni. Hins vegar hefur ein ný leið þó verið opnuð.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni á vef Apple, en þó eingöngu með stýrikerfi fyrirtækisins, Safari. Þar að auki er hægt að ná í Apple Events appið fyrir Apple TV. Nú verður notendum Microsoft einnig gert kleift að horfa á kynninguna. Þeir geta þó einungis gert það í nýjum vafra MicrosoftEdge, og með Windows 10 stýrikerfi.

Nýi síminn sem talið er að verði kynntur mun líklega vera kallaður iPhone SE. Hann er um fjórar tommur að stærð, sambærilegur við iPhone 5, en með bættri myndavél og örgjafa. Samkvæmt Wired er geta símans í takt við getu iPhone 6, bara í minni síma.

Miðað við leka frá Apple þykir einnig líklegt að fyrirtækið muni kynna nýja iPad Air 3 spjaldtölvu.

Hér að neðan má fylgjast með umræðunni á Twitter.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×