Viðskipti innlent

iPhone SE væntanlegur til landsins um miðjan apríl

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frá kynningunni á iPhone SE í gær.
Frá kynningunni á iPhone SE í gær. vísir/getty
Nýr sími úr smiðjum Apple, iPhone SE, er væntanlegur hingað til landsins í kringum miðjan apríl. Síminn var kynntur á mánudaginn í Bandaríkjunum og hægt verður að panta hann fyrirfram á netinu frá og með fimmtudeginum 24. mars.

„Við erum að gera okkur vonir um að hann komi jafnvel um miðjan apríl, við áætlum það miðað við fyrri síma,“ segir Hafþór Ægir Vilhjálmsson, starfsmaður hjá Macland.

Síminn er töluvert minni en iPhone 6, en á að vera búinn sömu gæðum að sögn talsmanna Apple. Hann er ódýrasti iPhone-inn hingað til og kostar 399 dollara, jafnvirði 50 þúsund íslenskra króna. Óvíst er þó hvað hann mun kosta á Íslandi.

„Við höfum ekki sett nein verð á þetta, það er erfitt að esgja til um hvernig verðið verður,“ segir Hafþór.


Tengdar fréttir

Ódýrasti iPhone-inn til þessa

Apple kynnti í dag nýjan síma, iPhone SE, en hann er minni en nýjustu útgáfurnar af símanum sem eru á markaðnum nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×