Mörg úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum „útþynnt“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. mars 2016 13:30 Úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum, sem upphaflega voru hugsuð sem stuðningur við þá sem mest þurfa á því að halda, hafa mörg orðið „útþynnt“ af því að reyna að hjálpa of stórum hópi fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum VÍB um húsnæðismarkaðinn í morgun. Í umræðunum tóku þátt þau Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Björn Brynjúlfur flutti sömuleiðis framsögu fyrir umræðurnar þar sem hann hélt því fram að núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafi meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar.Björn Brynjúlfur Björnsson.Í framsögunni færði Björn jafnframt rök fyrir því að afmarka þyrfti betur þá samfélagshópa sem eiga að fá einhvers konar stuðning hins opinbera við húsnæðiskaup. Ótækt væri að stjórnvöld héldu úti fimm kerfum til þess (sem brátt verða sex) sem nær öll eru almenns eðlis.Sjá einnig: Á þriðja milljarð í húsnæðismál „Það þýðir að kerfin eru að ná til stórs hluta þjóðarinnar,“ sagði Björn. „Þau eru ekki að beinast að ákveðnum, þröngum félagslegum hópi sem er hvað verst staddur, heldur beinast þau kannski að fjörutíu eða jafnvel fimmtíu prósentum þjóðarinnar.“ Björn sagði kerfin þannig vera búin að missa marks og tók Hjálmar að einhverju leyti undir það í umræðunum.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ.Vísir/Pjetur„Kerfið sem upphaflega er hugsað sem stuðningur fyrir þá sem þurfa á því að halda, endar einhvern veginn á því að verða ofsalega útþynnt,“ sagði Hjálmar. „Ég held að það sé vegna þess að það er einhver pólitískur þrýstingur sem skapast. Þá koma fleiri og fleiri hagsmunahópar sem segja: Við þurfum líka og við þurfum líka. Á endanum verður þetta smurt ofsalega þunnt. Svona aðgerðir þurfa að vera hnitmiðaðar og snúa að þeim hópum sem á því þurfa að halda.“Sjá einnig: Íbúðalánasjóður selur 504 fasteignir um land allt Í máli Hennýjar kom meðal annars fram að hún teldi að ákveðnir tekjulágir hópar í samfélaginu búi við allt of háan húsnæðiskostnað. „Það er vandi sem hefur safnast upp á löngum tíma,“ sagði Henný. „Það eru hér hópar sem hafa verið algjörlega skildir eftir. Þeir hafa ekki tök á því að komast inn á húsnæðismarkaðinn, húsnæðiskostnaður þeirra er óviðunandi hár og þeir hafa heldur ekki tök á því að greiða markaðsleigu, því það er bara hin hliðin á háu fasteignaverði.“ Björn Brynjúlfur benti á í því samhengi að stjórnvöld séu nú að styðja um fjörutíu prósent fasteignaeignenda með húsnæðisbótum. Ef aðeins væri stutt við tíu prósent, væri hægt að fjórfalda stuðninginn við þann hóp sem mest þarf á því að halda fyrir sömu fjármuni.Hægt er að horfa á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. 10. mars 2016 07:00 Afnám verðtryggðra jafngreiðslulána til 40 ára myndi bitna á þeim sem eiga minnst Fjármálaráðherra segir að 40 prósent þess fólks sem tekur 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. 18. febrúar 2016 14:44 Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum Þrjú stærstu fasteingafélög landsins ráða sjötíu prósentum af markaði með útliegt atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2016 07:30 Stefnt að því að 1300 íbúðir rísi í Kópavogi á næstu fjórum árum Nú eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar á næsta hálfa árinu. 3. mars 2016 13:32 Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni „Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vill að húsnæðismál verði hugsuð til framtíðar en ekki í skammtímalausnum. 18. febrúar 2016 20:42 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum, sem upphaflega voru hugsuð sem stuðningur við þá sem mest þurfa á því að halda, hafa mörg orðið „útþynnt“ af því að reyna að hjálpa of stórum hópi fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum VÍB um húsnæðismarkaðinn í morgun. Í umræðunum tóku þátt þau Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Björn Brynjúlfur flutti sömuleiðis framsögu fyrir umræðurnar þar sem hann hélt því fram að núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafi meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar.Björn Brynjúlfur Björnsson.Í framsögunni færði Björn jafnframt rök fyrir því að afmarka þyrfti betur þá samfélagshópa sem eiga að fá einhvers konar stuðning hins opinbera við húsnæðiskaup. Ótækt væri að stjórnvöld héldu úti fimm kerfum til þess (sem brátt verða sex) sem nær öll eru almenns eðlis.Sjá einnig: Á þriðja milljarð í húsnæðismál „Það þýðir að kerfin eru að ná til stórs hluta þjóðarinnar,“ sagði Björn. „Þau eru ekki að beinast að ákveðnum, þröngum félagslegum hópi sem er hvað verst staddur, heldur beinast þau kannski að fjörutíu eða jafnvel fimmtíu prósentum þjóðarinnar.“ Björn sagði kerfin þannig vera búin að missa marks og tók Hjálmar að einhverju leyti undir það í umræðunum.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ.Vísir/Pjetur„Kerfið sem upphaflega er hugsað sem stuðningur fyrir þá sem þurfa á því að halda, endar einhvern veginn á því að verða ofsalega útþynnt,“ sagði Hjálmar. „Ég held að það sé vegna þess að það er einhver pólitískur þrýstingur sem skapast. Þá koma fleiri og fleiri hagsmunahópar sem segja: Við þurfum líka og við þurfum líka. Á endanum verður þetta smurt ofsalega þunnt. Svona aðgerðir þurfa að vera hnitmiðaðar og snúa að þeim hópum sem á því þurfa að halda.“Sjá einnig: Íbúðalánasjóður selur 504 fasteignir um land allt Í máli Hennýjar kom meðal annars fram að hún teldi að ákveðnir tekjulágir hópar í samfélaginu búi við allt of háan húsnæðiskostnað. „Það er vandi sem hefur safnast upp á löngum tíma,“ sagði Henný. „Það eru hér hópar sem hafa verið algjörlega skildir eftir. Þeir hafa ekki tök á því að komast inn á húsnæðismarkaðinn, húsnæðiskostnaður þeirra er óviðunandi hár og þeir hafa heldur ekki tök á því að greiða markaðsleigu, því það er bara hin hliðin á háu fasteignaverði.“ Björn Brynjúlfur benti á í því samhengi að stjórnvöld séu nú að styðja um fjörutíu prósent fasteignaeignenda með húsnæðisbótum. Ef aðeins væri stutt við tíu prósent, væri hægt að fjórfalda stuðninginn við þann hóp sem mest þarf á því að halda fyrir sömu fjármuni.Hægt er að horfa á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. 10. mars 2016 07:00 Afnám verðtryggðra jafngreiðslulána til 40 ára myndi bitna á þeim sem eiga minnst Fjármálaráðherra segir að 40 prósent þess fólks sem tekur 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. 18. febrúar 2016 14:44 Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum Þrjú stærstu fasteingafélög landsins ráða sjötíu prósentum af markaði með útliegt atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2016 07:30 Stefnt að því að 1300 íbúðir rísi í Kópavogi á næstu fjórum árum Nú eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar á næsta hálfa árinu. 3. mars 2016 13:32 Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni „Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vill að húsnæðismál verði hugsuð til framtíðar en ekki í skammtímalausnum. 18. febrúar 2016 20:42 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. 10. mars 2016 07:00
Afnám verðtryggðra jafngreiðslulána til 40 ára myndi bitna á þeim sem eiga minnst Fjármálaráðherra segir að 40 prósent þess fólks sem tekur 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. 18. febrúar 2016 14:44
Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum Þrjú stærstu fasteingafélög landsins ráða sjötíu prósentum af markaði með útliegt atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2016 07:30
Stefnt að því að 1300 íbúðir rísi í Kópavogi á næstu fjórum árum Nú eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar á næsta hálfa árinu. 3. mars 2016 13:32
Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni „Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vill að húsnæðismál verði hugsuð til framtíðar en ekki í skammtímalausnum. 18. febrúar 2016 20:42