Mörg úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum „útþynnt“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. mars 2016 13:30 Úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum, sem upphaflega voru hugsuð sem stuðningur við þá sem mest þurfa á því að halda, hafa mörg orðið „útþynnt“ af því að reyna að hjálpa of stórum hópi fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum VÍB um húsnæðismarkaðinn í morgun. Í umræðunum tóku þátt þau Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Björn Brynjúlfur flutti sömuleiðis framsögu fyrir umræðurnar þar sem hann hélt því fram að núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafi meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar.Björn Brynjúlfur Björnsson.Í framsögunni færði Björn jafnframt rök fyrir því að afmarka þyrfti betur þá samfélagshópa sem eiga að fá einhvers konar stuðning hins opinbera við húsnæðiskaup. Ótækt væri að stjórnvöld héldu úti fimm kerfum til þess (sem brátt verða sex) sem nær öll eru almenns eðlis.Sjá einnig: Á þriðja milljarð í húsnæðismál „Það þýðir að kerfin eru að ná til stórs hluta þjóðarinnar,“ sagði Björn. „Þau eru ekki að beinast að ákveðnum, þröngum félagslegum hópi sem er hvað verst staddur, heldur beinast þau kannski að fjörutíu eða jafnvel fimmtíu prósentum þjóðarinnar.“ Björn sagði kerfin þannig vera búin að missa marks og tók Hjálmar að einhverju leyti undir það í umræðunum.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ.Vísir/Pjetur„Kerfið sem upphaflega er hugsað sem stuðningur fyrir þá sem þurfa á því að halda, endar einhvern veginn á því að verða ofsalega útþynnt,“ sagði Hjálmar. „Ég held að það sé vegna þess að það er einhver pólitískur þrýstingur sem skapast. Þá koma fleiri og fleiri hagsmunahópar sem segja: Við þurfum líka og við þurfum líka. Á endanum verður þetta smurt ofsalega þunnt. Svona aðgerðir þurfa að vera hnitmiðaðar og snúa að þeim hópum sem á því þurfa að halda.“Sjá einnig: Íbúðalánasjóður selur 504 fasteignir um land allt Í máli Hennýjar kom meðal annars fram að hún teldi að ákveðnir tekjulágir hópar í samfélaginu búi við allt of háan húsnæðiskostnað. „Það er vandi sem hefur safnast upp á löngum tíma,“ sagði Henný. „Það eru hér hópar sem hafa verið algjörlega skildir eftir. Þeir hafa ekki tök á því að komast inn á húsnæðismarkaðinn, húsnæðiskostnaður þeirra er óviðunandi hár og þeir hafa heldur ekki tök á því að greiða markaðsleigu, því það er bara hin hliðin á háu fasteignaverði.“ Björn Brynjúlfur benti á í því samhengi að stjórnvöld séu nú að styðja um fjörutíu prósent fasteignaeignenda með húsnæðisbótum. Ef aðeins væri stutt við tíu prósent, væri hægt að fjórfalda stuðninginn við þann hóp sem mest þarf á því að halda fyrir sömu fjármuni.Hægt er að horfa á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. 10. mars 2016 07:00 Afnám verðtryggðra jafngreiðslulána til 40 ára myndi bitna á þeim sem eiga minnst Fjármálaráðherra segir að 40 prósent þess fólks sem tekur 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. 18. febrúar 2016 14:44 Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum Þrjú stærstu fasteingafélög landsins ráða sjötíu prósentum af markaði með útliegt atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2016 07:30 Stefnt að því að 1300 íbúðir rísi í Kópavogi á næstu fjórum árum Nú eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar á næsta hálfa árinu. 3. mars 2016 13:32 Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni „Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vill að húsnæðismál verði hugsuð til framtíðar en ekki í skammtímalausnum. 18. febrúar 2016 20:42 Mest lesið Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Fleiri fréttir Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sjá meira
Úrræði stjórnvalda í húsnæðismálum, sem upphaflega voru hugsuð sem stuðningur við þá sem mest þurfa á því að halda, hafa mörg orðið „útþynnt“ af því að reyna að hjálpa of stórum hópi fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram í pallborðsumræðum VÍB um húsnæðismarkaðinn í morgun. Í umræðunum tóku þátt þau Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Björn Brynjúlfur flutti sömuleiðis framsögu fyrir umræðurnar þar sem hann hélt því fram að núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafi meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar.Björn Brynjúlfur Björnsson.Í framsögunni færði Björn jafnframt rök fyrir því að afmarka þyrfti betur þá samfélagshópa sem eiga að fá einhvers konar stuðning hins opinbera við húsnæðiskaup. Ótækt væri að stjórnvöld héldu úti fimm kerfum til þess (sem brátt verða sex) sem nær öll eru almenns eðlis.Sjá einnig: Á þriðja milljarð í húsnæðismál „Það þýðir að kerfin eru að ná til stórs hluta þjóðarinnar,“ sagði Björn. „Þau eru ekki að beinast að ákveðnum, þröngum félagslegum hópi sem er hvað verst staddur, heldur beinast þau kannski að fjörutíu eða jafnvel fimmtíu prósentum þjóðarinnar.“ Björn sagði kerfin þannig vera búin að missa marks og tók Hjálmar að einhverju leyti undir það í umræðunum.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ.Vísir/Pjetur„Kerfið sem upphaflega er hugsað sem stuðningur fyrir þá sem þurfa á því að halda, endar einhvern veginn á því að verða ofsalega útþynnt,“ sagði Hjálmar. „Ég held að það sé vegna þess að það er einhver pólitískur þrýstingur sem skapast. Þá koma fleiri og fleiri hagsmunahópar sem segja: Við þurfum líka og við þurfum líka. Á endanum verður þetta smurt ofsalega þunnt. Svona aðgerðir þurfa að vera hnitmiðaðar og snúa að þeim hópum sem á því þurfa að halda.“Sjá einnig: Íbúðalánasjóður selur 504 fasteignir um land allt Í máli Hennýjar kom meðal annars fram að hún teldi að ákveðnir tekjulágir hópar í samfélaginu búi við allt of háan húsnæðiskostnað. „Það er vandi sem hefur safnast upp á löngum tíma,“ sagði Henný. „Það eru hér hópar sem hafa verið algjörlega skildir eftir. Þeir hafa ekki tök á því að komast inn á húsnæðismarkaðinn, húsnæðiskostnaður þeirra er óviðunandi hár og þeir hafa heldur ekki tök á því að greiða markaðsleigu, því það er bara hin hliðin á háu fasteignaverði.“ Björn Brynjúlfur benti á í því samhengi að stjórnvöld séu nú að styðja um fjörutíu prósent fasteignaeignenda með húsnæðisbótum. Ef aðeins væri stutt við tíu prósent, væri hægt að fjórfalda stuðninginn við þann hóp sem mest þarf á því að halda fyrir sömu fjármuni.Hægt er að horfa á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. 10. mars 2016 07:00 Afnám verðtryggðra jafngreiðslulána til 40 ára myndi bitna á þeim sem eiga minnst Fjármálaráðherra segir að 40 prósent þess fólks sem tekur 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. 18. febrúar 2016 14:44 Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum Þrjú stærstu fasteingafélög landsins ráða sjötíu prósentum af markaði með útliegt atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2016 07:30 Stefnt að því að 1300 íbúðir rísi í Kópavogi á næstu fjórum árum Nú eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar á næsta hálfa árinu. 3. mars 2016 13:32 Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni „Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vill að húsnæðismál verði hugsuð til framtíðar en ekki í skammtímalausnum. 18. febrúar 2016 20:42 Mest lesið Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Fleiri fréttir Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sjá meira
Segir aðgerðir stjórnvalda ýta undir hærra húsnæðisverð Núverandi aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum hafa meiri áhrif til hækkunar á almennu fasteignaverði en til lækkunar. 10. mars 2016 07:00
Afnám verðtryggðra jafngreiðslulána til 40 ára myndi bitna á þeim sem eiga minnst Fjármálaráðherra segir að 40 prósent þess fólks sem tekur 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. 18. febrúar 2016 14:44
Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum Þrjú stærstu fasteingafélög landsins ráða sjötíu prósentum af markaði með útliegt atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2016 07:30
Stefnt að því að 1300 íbúðir rísi í Kópavogi á næstu fjórum árum Nú eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar á næsta hálfa árinu. 3. mars 2016 13:32
Stjórnmálavísir: Húsnæðismál er ekki átaksverkefni „Við höldum jafnréttisþing en við höldum ekki húsnæðisþing,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vill að húsnæðismál verði hugsuð til framtíðar en ekki í skammtímalausnum. 18. febrúar 2016 20:42