Gefur ekki upp hvort að Magnús Pálmi hafi samið sig frá ákæru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2016 12:18 Magnús Pálmi Örnólfsson var forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar hjá Glitni. vísir Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, vill ekki gefa það upp hvort að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi samið sig frá ákæru í málinu. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um það hvort að Magnús Pálmi hafi einhvern tímann haft stöðu sakbornings í málinu. Segir Björn að staða Magnúsar muni koma í ljós undir rekstri málsins. Markaðsmisnotkunarmál Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. Er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá er Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, einnig ákærður fyrir markaðsmisnotkun auk þriggja starfsmanna eigin viðskipta bankans. Málinu svipar mjög til tveggja annarra markaðsmisnotkunarmála sem sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, höfðaði á hendur stjórnendum í hinum stóru bönkunum tveimur fyrir hrun, Kaupþingi og Landsbankanum. Í báðum tilfellum sættu yfirmenn eigin viðskipta ákæru og voru sakfelldir fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun í bönkunum fyrir hrun. Það vekur því óneitanlega athygli að Magnús Pálmi sé ekki ákærður í því máli sem snýr að Glitni en hann samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða. Magnús var lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og nýtur Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Ekki er sambærileg heimild í lögum um héraðssaksóknara en lögin um sérstakan saksóknara féllu úr gildi þegar héraðssaksóknari tók til starfa um áramót. Eftir því sem Vísir kemst heldur þó samningur um réttarvernd sem gerður var á grundvelli laga um embætti sérstaks saksóknara gildi sínu þó að lögin hafi fallið úr gildi. Tengdar fréttir Viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka sendur í leyfi vegna ákæru um markaðsmisnotkun Jónas Guðmundsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, er einn af þeim fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir markaðsmisnotkun. 9. mars 2016 15:38 Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun en um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. 9. mars 2016 10:39 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, vill ekki gefa það upp hvort að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi samið sig frá ákæru í málinu. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um það hvort að Magnús Pálmi hafi einhvern tímann haft stöðu sakbornings í málinu. Segir Björn að staða Magnúsar muni koma í ljós undir rekstri málsins. Markaðsmisnotkunarmál Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. Er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá er Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, einnig ákærður fyrir markaðsmisnotkun auk þriggja starfsmanna eigin viðskipta bankans. Málinu svipar mjög til tveggja annarra markaðsmisnotkunarmála sem sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, höfðaði á hendur stjórnendum í hinum stóru bönkunum tveimur fyrir hrun, Kaupþingi og Landsbankanum. Í báðum tilfellum sættu yfirmenn eigin viðskipta ákæru og voru sakfelldir fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun í bönkunum fyrir hrun. Það vekur því óneitanlega athygli að Magnús Pálmi sé ekki ákærður í því máli sem snýr að Glitni en hann samdi sig frá ákæru í Stím-málinu svokallaða. Magnús var lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og nýtur Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Var það gert á grundvelli 5. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara. Ekki er sambærileg heimild í lögum um héraðssaksóknara en lögin um sérstakan saksóknara féllu úr gildi þegar héraðssaksóknari tók til starfa um áramót. Eftir því sem Vísir kemst heldur þó samningur um réttarvernd sem gerður var á grundvelli laga um embætti sérstaks saksóknara gildi sínu þó að lögin hafi fallið úr gildi.
Tengdar fréttir Viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka sendur í leyfi vegna ákæru um markaðsmisnotkun Jónas Guðmundsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, er einn af þeim fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir markaðsmisnotkun. 9. mars 2016 15:38 Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun en um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. 9. mars 2016 10:39 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Sjá meira
Viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka sendur í leyfi vegna ákæru um markaðsmisnotkun Jónas Guðmundsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, er einn af þeim fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir markaðsmisnotkun. 9. mars 2016 15:38
Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25
Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun en um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. 9. mars 2016 10:39
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34