Viðskipti erlent

Stærsta málssóknin á hendur Volkswagen til þessa

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hlutabréf í Volkswagen hafa hrunið í verði eftir að upp komst um svindlið.
Hlutabréf í Volkswagen hafa hrunið í verði eftir að upp komst um svindlið. vísir/getty
Hópur fjárfesta hefur höfðað skaðabótamál á hendur Volkswagen í kjölfar útblásturssvindlinsins sem komst í hámæli á haustmánuðum síðasta árs. Krafa mannanna hljóðar upp á 3,3 milljarða evra eða tæplega 470 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á vef Bloomberg.Stefna í málinu var lögð fram í dag og er byggir á þeim grundvelli að félaginu hafi láðst að láta vita af svindlinu í tíma. Svindlið fólst í að koma fyrir búnaði í bílunum sem hafði áhrif á útblástursmælingar.Þetta er langhæsta krafan sem lögð hefur verið fram í frumskógi af málum sem tengjast svindlinu. Minnst 65 mál höfðu verið höfðuð í síðustu viku. Auk þeirra bíður Volkswagen fjöldi mála í Bandaríkjunum og sakamálarannsóknir í mörgum löndum.238 fjárfestar standa að baki málinu sem um ræðir og koma þeir frá löndum víðsvegar um heiminn. Má þar nefna Ástralíu, Kanada, Lúxemborg, Taívan, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum, Bretlandi og auðvitað Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Húsleitir hjá Volkswagen

Gert í von um að það muni varpa ljósi á hverjir bera ábyrgðina á dísilvélasvindlinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-4,46
9
11.342
REGINN
-3,33
9
137.149
REITIR
-2,99
14
108.352
ICESEA
-2,57
8
11.808
ICEAIR
-2,5
35
11.966
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.