Hjarta landsins Katrín Jakobsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan um verndun miðhálendisins verið kjarninn í umhverfisstefnu vinstri grænna frá upphafi. Hálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heimskautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sandar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, algjörlega óregluleg í stærð og lögun. Yfir þessu tárast stundum Íslendingar á heimleið. Það er þessi hrikalega fegurð sem nú veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að einstakri upplifun; ósnortinni náttúru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Þessi ósnortna náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mannlegum mælikvörðum. Viljayfirlýsing náttúru- og útivistarsamtakanna er sjálfsögð krafa um að íslenska þjóðin sveigi ekki af braut verndunar á viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Sú braut var mörkuð vorið 1928 þegar Alþingi samþykkti lög um friðun Þingvalla. Þar með urðu þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að landsvæði í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans um vernd og mannvirkjagerð voru settar þröngar skorður til verndar viðkvæmri náttúru, en ekki síður var almenningi gert kleift að njóta óspilltrar náttúru. Skrefin í átt til meiri verndunar urðu sem betur fer fleiri. Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967 á grundvelli þágildandi náttúruverndarlaga og með stuðningi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF). Þjóðgarður var svo settur á stofn í Jökulsárgljúfrum árið 1973 og árið 2001 var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofnaður.Enn víðtækari verndun Á 10. áratug síðustu aldar fór svo allmikil umræða fram um málefni miðhálendisins sem stafaði m.a. af því að þá var unnið að svæðisskipulagi miðhálendisins sem lyktaði með staðfestingu þess árið 1999. Í því andrúmi óx áhugi almennings á verndun miðhálendisins og skilningur á náttúruverndarmálefnum. Aðkoma Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð kom úr smiðju Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og þingmanns, sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu árið 1998 þar sem lagt var til að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess. Tillagan var samþykkt að því leyti að breytt var upphaflegu orðalagi svo að í stað fjögurra þjóðgarða var gert ráð fyrir stofnun eins, Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þeirri ráðstöfun varð til víðáttumesti þjóðgarður Íslands, og raunar Evrópu, árið 2008. Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa þingmenn VG beitt sér fyrir enn víðtækari verndun hálendisins. Og nú liggur fyrir þingsályktunartillaga alls þingflokks VG en í henni er lagt til að þjóðgarður verði stofnaður sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Það er gert í ljósi þess að skilningur á nauðsyn og gildi náttúruverndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhálendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. Nægir þar að nefna að í hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Við þeim áætlunum þarf að sporna. Viðhorfskannanir meðal almennings sýna hins vegar að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur stofnun miðhálendisþjóðgarðs, enda stuðningur vaxið almennt við náttúruvernd og mótstaðan styrkst gegn hugmyndum og áætlunum um stórfellda mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands. Miðhálendi Íslands á hvergi sinn líka. Þar eru samspil jarðelds og íss stórbrotin og fágætar aðstæður með auðnum og ósnortnu víðerni sem auka mjög á aðdráttarafl landsins og lífsgæði okkar allra í návígi við síkvika náttúruna. Þessa náttúrugersemi ber okkur Íslendingum að varðveita og vernda, ekki bara okkar sjálfra vegna, heldur í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar sjálfrar. Þess vegna verðum við öll að berjast fyrir verndun miðhálendisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan um verndun miðhálendisins verið kjarninn í umhverfisstefnu vinstri grænna frá upphafi. Hálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heimskautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sandar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, algjörlega óregluleg í stærð og lögun. Yfir þessu tárast stundum Íslendingar á heimleið. Það er þessi hrikalega fegurð sem nú veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að einstakri upplifun; ósnortinni náttúru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Þessi ósnortna náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mannlegum mælikvörðum. Viljayfirlýsing náttúru- og útivistarsamtakanna er sjálfsögð krafa um að íslenska þjóðin sveigi ekki af braut verndunar á viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Sú braut var mörkuð vorið 1928 þegar Alþingi samþykkti lög um friðun Þingvalla. Þar með urðu þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að landsvæði í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans um vernd og mannvirkjagerð voru settar þröngar skorður til verndar viðkvæmri náttúru, en ekki síður var almenningi gert kleift að njóta óspilltrar náttúru. Skrefin í átt til meiri verndunar urðu sem betur fer fleiri. Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967 á grundvelli þágildandi náttúruverndarlaga og með stuðningi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF). Þjóðgarður var svo settur á stofn í Jökulsárgljúfrum árið 1973 og árið 2001 var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofnaður.Enn víðtækari verndun Á 10. áratug síðustu aldar fór svo allmikil umræða fram um málefni miðhálendisins sem stafaði m.a. af því að þá var unnið að svæðisskipulagi miðhálendisins sem lyktaði með staðfestingu þess árið 1999. Í því andrúmi óx áhugi almennings á verndun miðhálendisins og skilningur á náttúruverndarmálefnum. Aðkoma Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð kom úr smiðju Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og þingmanns, sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu árið 1998 þar sem lagt var til að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess. Tillagan var samþykkt að því leyti að breytt var upphaflegu orðalagi svo að í stað fjögurra þjóðgarða var gert ráð fyrir stofnun eins, Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þeirri ráðstöfun varð til víðáttumesti þjóðgarður Íslands, og raunar Evrópu, árið 2008. Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa þingmenn VG beitt sér fyrir enn víðtækari verndun hálendisins. Og nú liggur fyrir þingsályktunartillaga alls þingflokks VG en í henni er lagt til að þjóðgarður verði stofnaður sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Það er gert í ljósi þess að skilningur á nauðsyn og gildi náttúruverndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhálendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. Nægir þar að nefna að í hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Við þeim áætlunum þarf að sporna. Viðhorfskannanir meðal almennings sýna hins vegar að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur stofnun miðhálendisþjóðgarðs, enda stuðningur vaxið almennt við náttúruvernd og mótstaðan styrkst gegn hugmyndum og áætlunum um stórfellda mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands. Miðhálendi Íslands á hvergi sinn líka. Þar eru samspil jarðelds og íss stórbrotin og fágætar aðstæður með auðnum og ósnortnu víðerni sem auka mjög á aðdráttarafl landsins og lífsgæði okkar allra í návígi við síkvika náttúruna. Þessa náttúrugersemi ber okkur Íslendingum að varðveita og vernda, ekki bara okkar sjálfra vegna, heldur í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar sjálfrar. Þess vegna verðum við öll að berjast fyrir verndun miðhálendisins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun