Viðskipti innlent

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri ákærður fyrir umboðssvik

Bjarki Ármannsson skrifar
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, hefur verið ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga.
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, hefur verið ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga.
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, hefur verið ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga.

RÚV greinir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir því að Geirmundi sé gefin að sök umboðssvik upp á hundruð milljóna króna. Ákæran hafi verið birt honum í gær en hún verði ekki gerð opinber fyrr en síðar í vikunni.

Embætti sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara, hefur um árabil haft til skoðunar mál sem tengjast Sparisjóði Keflavíkur, eða SpKef. Sjóðurinn féll árið 2010 og kostaði skattgreiðendur tugi milljarða.

Geirmundur lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009 en upphaflegur starfslokasamningur hans, sem síðar var breytt, vakti mikla gagnrýni þegar greint var frá honum árið 2011. Meðal annars var þar kveðið á um afskrift sextíu milljóna króna skuld sonar Geirmundar við sparisjóðinn.

Að því er RÚV greinir frá, lýsir Geirmundur sig saklausann af ákærunni og segist hafa aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×