Thank you, goodbye Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. mars 2016 07:00 Stóru tíðindin af ársfundi Seðlabankans voru yfirlýsing Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um afnám hafta síðar á árinu. Yfirlýsingunni fylgdi engin útfærsla, önnur en sú að sérstakar varúðarreglur myndu leysa fjármagnshöftin af hólmi. Þannig ætti að girða fyrir að hér skapaðist sams konar ástand og fyrir 2008, sem endaði eins og allir muna með frjálsu falli krónunnar, gjaldeyrishöftum og algeru hruni efnahagslífsins. Það eru góð tíðindi að fjármálaráðherra telji okkur geta aflétt fjármagnshöftunum. Við skulum ekki gleyma að þau setja umtalsverðar skorður á líf venjulegs fólks og fyrirtækja í landinu. Takmarkanir á úttektum á erlendum gjaldeyri vegna utanferða snerta fjölskyldur á leið í sólarfrí. Bann við fjárfestingum í erlendum félögum eða lánveitingum milli landa koma við kaunin á atvinnulífinu, og tilvist gjaldeyrishafta fælir frá erlenda fjárfestingu. Síðast en ekki síst þá loka höftin lífeyrissjóðina inni á Íslandi, og ýta þannig undir bólumyndun bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaði. Lífeyrissjóðsfélagar og hagkerfið í heild hagnast á því að liðkað sé fyrir fjárfestingum sjóðanna, og annarra fjársterkra aðila, í útlöndum. Því má segja að það sé lífsspursmál fyrir heilbrigt hagkerfi til lengri tíma að afnema höftin. En það þarf að fara að öllu með gát. Hér má ekki skapast ástand þar sem peningar leita út í of miklum mæli með tilheyrandi þrýstingi á gjaldmiðilinn. Passa þarf að halda jafnvægi. Krónan hefur þegar styrkst talsvert síðustu mánuði, og ekki er gott að sjá fyrir áhrif áframhaldandi styrkingar á ferðamannastrauminn. Það er ólíklegt að ferðamönnum fjölgi áfram um fjórðung á hverju ári ef gjaldmiðilinn styrkist til muna. Núverandi ríkisstjórn, í góðu samstarfi við Seðlabankann, hefur haldið vel á spöðunum í efnahagsmálum. Þar hafa utanaðkomandi aðstæður vissulega hjálpað til, svo sem íslenska ferðamannavorið og fiskveiðarnar. Útkoman í samningum ríkisins við kröfuhafa spilar þó stærstu rulluna. Ísland er nú í hópi þeirra ríkja veraldar, sem búa við minnsta skuldabyrði, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Það er af sem áður var. Í þessu samhengi eru dylgjur á Alþingi um að forsætisráðherra hafi leikið tveim skjöldum í þessum viðræðum í besta falli hjákátlegar, og í versta falli sjúkdómseinkenni á fárveikri pólitískri umræðu. Fjármálaráðherra lauk ræðu sinni með orðunum „Thank you, and goodbye“, og vísaði í lausn mála gagnvart erlendu kröfuhöfunum. Verkinu er hins vegar ekki lokið. Nú þarf skynsamlega útfærslu á afnámi gjaldeyrishaftanna. Ef rétt er haldið á spöðunum gætu skilnaðarorðin til Bjarna, ef til kæmi að hann léti af embætti fjármálaráðherra við næstu kosningar, orðið: „Thank you, goodbye and well done.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Landlausir Seltirningar Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Stóru tíðindin af ársfundi Seðlabankans voru yfirlýsing Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um afnám hafta síðar á árinu. Yfirlýsingunni fylgdi engin útfærsla, önnur en sú að sérstakar varúðarreglur myndu leysa fjármagnshöftin af hólmi. Þannig ætti að girða fyrir að hér skapaðist sams konar ástand og fyrir 2008, sem endaði eins og allir muna með frjálsu falli krónunnar, gjaldeyrishöftum og algeru hruni efnahagslífsins. Það eru góð tíðindi að fjármálaráðherra telji okkur geta aflétt fjármagnshöftunum. Við skulum ekki gleyma að þau setja umtalsverðar skorður á líf venjulegs fólks og fyrirtækja í landinu. Takmarkanir á úttektum á erlendum gjaldeyri vegna utanferða snerta fjölskyldur á leið í sólarfrí. Bann við fjárfestingum í erlendum félögum eða lánveitingum milli landa koma við kaunin á atvinnulífinu, og tilvist gjaldeyrishafta fælir frá erlenda fjárfestingu. Síðast en ekki síst þá loka höftin lífeyrissjóðina inni á Íslandi, og ýta þannig undir bólumyndun bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaði. Lífeyrissjóðsfélagar og hagkerfið í heild hagnast á því að liðkað sé fyrir fjárfestingum sjóðanna, og annarra fjársterkra aðila, í útlöndum. Því má segja að það sé lífsspursmál fyrir heilbrigt hagkerfi til lengri tíma að afnema höftin. En það þarf að fara að öllu með gát. Hér má ekki skapast ástand þar sem peningar leita út í of miklum mæli með tilheyrandi þrýstingi á gjaldmiðilinn. Passa þarf að halda jafnvægi. Krónan hefur þegar styrkst talsvert síðustu mánuði, og ekki er gott að sjá fyrir áhrif áframhaldandi styrkingar á ferðamannastrauminn. Það er ólíklegt að ferðamönnum fjölgi áfram um fjórðung á hverju ári ef gjaldmiðilinn styrkist til muna. Núverandi ríkisstjórn, í góðu samstarfi við Seðlabankann, hefur haldið vel á spöðunum í efnahagsmálum. Þar hafa utanaðkomandi aðstæður vissulega hjálpað til, svo sem íslenska ferðamannavorið og fiskveiðarnar. Útkoman í samningum ríkisins við kröfuhafa spilar þó stærstu rulluna. Ísland er nú í hópi þeirra ríkja veraldar, sem búa við minnsta skuldabyrði, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Það er af sem áður var. Í þessu samhengi eru dylgjur á Alþingi um að forsætisráðherra hafi leikið tveim skjöldum í þessum viðræðum í besta falli hjákátlegar, og í versta falli sjúkdómseinkenni á fárveikri pólitískri umræðu. Fjármálaráðherra lauk ræðu sinni með orðunum „Thank you, and goodbye“, og vísaði í lausn mála gagnvart erlendu kröfuhöfunum. Verkinu er hins vegar ekki lokið. Nú þarf skynsamlega útfærslu á afnámi gjaldeyrishaftanna. Ef rétt er haldið á spöðunum gætu skilnaðarorðin til Bjarna, ef til kæmi að hann léti af embætti fjármálaráðherra við næstu kosningar, orðið: „Thank you, goodbye and well done.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar