Ívar um Kára: Verður vonandi svimalaus í dag | Tognun í baki og hálsi Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2016 12:00 Óvíst er með framhaldið hjá Kára. vísir/getty Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í Dominos-deild karla, segir að meiðsli Kára Jónssonar komi betur í ljós í dag hvort Kári verði klár á nýjan leik með liðinu í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum deildarinnar. Ragnar Nathanaelsson fór heldur harkalega í bakið á Kára með þeim afleiðingum að Kári skaust í gólfið og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann fékk vægan heilahristing og smá hnykk á bakið," sagði Ívar í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegið og aðspurður hvort hann verði eitthvað frá svaraði Ívar: „Það fer allt eftir því hvort hann verður með svima í dag eða ekki og við vonum að svo verði ekki." Ívar vildi lítið tjá sig um atvikið strax eftir leikinn í gær, en hefur nú myndað sér skoðun á þessu atviki.Skil ekki afhverju það var ekki tekið á þessu „Ég er búinn að sjá þetta og þetta var mjög gróft. Ég skil ekki afhverju það var ekki tekið á þessu í leiknum, en ég er ekki að segja það að Ragnar hafi viljandi ætlað að meiða hann. Kári stendur kyrr og það er það versta í þessu." Kári er algjör lykilmaður í Haukaliðinu og Haukarnir söknuðu hans gífurlega í síðari hálfleiknum í gær, en framhaldið ræðst í dag. „Það ræðst í dag. Heilbrigðiskerfið er ekki það fljótvirkasta og skilvirkasta hér á Íslandi í dag þannig að hann þurfti að bíða lengi á spítalanum." „Hann er bara sofandi núna og við leyfum honum að hvíla sig. Ef hann er svimalaus í dag þá getur hann eflaust tekið skotæfingu á morgun, en hann tekur ekki þátt í okkar æfingum fyrir leikinn," sagði Ívar. Kári sagði í samtali við Vísi að hann væri að glíma við tognun í baki og háls, en auk þess fengið smávægilegan hristing og má því ekki reikna með að hann spili í Þorlákshöfn á mánudag þegar liðin mætast á nýjan leik. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var þetta ásetningur hjá Ragnari? | Myndband Kári Jónsson meiddist í fyrri hálfleik í leik Hauka og Þórs í kvöld. 18. mars 2016 22:50 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þorl. 64-67 | Þórsarar stöðvuðu Hauka Þór eru komnir yfir gegn Haukum í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla, en þeir unnu fyrsta leik liðanna á Ásvöllum fyrr í dag. Gestirnir spiluðu vel í kvöld, að undanskildum öðrum leikhluta. 18. mars 2016 22:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í Dominos-deild karla, segir að meiðsli Kára Jónssonar komi betur í ljós í dag hvort Kári verði klár á nýjan leik með liðinu í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum deildarinnar. Ragnar Nathanaelsson fór heldur harkalega í bakið á Kára með þeim afleiðingum að Kári skaust í gólfið og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann fékk vægan heilahristing og smá hnykk á bakið," sagði Ívar í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegið og aðspurður hvort hann verði eitthvað frá svaraði Ívar: „Það fer allt eftir því hvort hann verður með svima í dag eða ekki og við vonum að svo verði ekki." Ívar vildi lítið tjá sig um atvikið strax eftir leikinn í gær, en hefur nú myndað sér skoðun á þessu atviki.Skil ekki afhverju það var ekki tekið á þessu „Ég er búinn að sjá þetta og þetta var mjög gróft. Ég skil ekki afhverju það var ekki tekið á þessu í leiknum, en ég er ekki að segja það að Ragnar hafi viljandi ætlað að meiða hann. Kári stendur kyrr og það er það versta í þessu." Kári er algjör lykilmaður í Haukaliðinu og Haukarnir söknuðu hans gífurlega í síðari hálfleiknum í gær, en framhaldið ræðst í dag. „Það ræðst í dag. Heilbrigðiskerfið er ekki það fljótvirkasta og skilvirkasta hér á Íslandi í dag þannig að hann þurfti að bíða lengi á spítalanum." „Hann er bara sofandi núna og við leyfum honum að hvíla sig. Ef hann er svimalaus í dag þá getur hann eflaust tekið skotæfingu á morgun, en hann tekur ekki þátt í okkar æfingum fyrir leikinn," sagði Ívar. Kári sagði í samtali við Vísi að hann væri að glíma við tognun í baki og háls, en auk þess fengið smávægilegan hristing og má því ekki reikna með að hann spili í Þorlákshöfn á mánudag þegar liðin mætast á nýjan leik.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var þetta ásetningur hjá Ragnari? | Myndband Kári Jónsson meiddist í fyrri hálfleik í leik Hauka og Þórs í kvöld. 18. mars 2016 22:50 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þorl. 64-67 | Þórsarar stöðvuðu Hauka Þór eru komnir yfir gegn Haukum í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla, en þeir unnu fyrsta leik liðanna á Ásvöllum fyrr í dag. Gestirnir spiluðu vel í kvöld, að undanskildum öðrum leikhluta. 18. mars 2016 22:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Var þetta ásetningur hjá Ragnari? | Myndband Kári Jónsson meiddist í fyrri hálfleik í leik Hauka og Þórs í kvöld. 18. mars 2016 22:50
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þorl. 64-67 | Þórsarar stöðvuðu Hauka Þór eru komnir yfir gegn Haukum í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla, en þeir unnu fyrsta leik liðanna á Ásvöllum fyrr í dag. Gestirnir spiluðu vel í kvöld, að undanskildum öðrum leikhluta. 18. mars 2016 22:00