Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Höskuldur Kári Schram skrifar 1. mars 2016 12:09 Daði Már Kristófersson. Vísir Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði Búvörusamningar Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði
Búvörusamningar Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent