Er einhver munur á gömlu bönkunum og þeim nýju? skjóðan skrifar 2. mars 2016 15:45 Vísir/Vilhelm Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira