Er einhver munur á gömlu bönkunum og þeim nýju? skjóðan skrifar 2. mars 2016 15:45 Vísir/Vilhelm Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira