Formaður VR segir laun forstjóra í Kauphöllinni of há Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 12:30 Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir. Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir.
Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00