Formaður VR segir laun forstjóra í Kauphöllinni of há Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 12:30 Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir. Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir.
Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00