Formaður VR segir laun forstjóra í Kauphöllinni of há Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 12:30 Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir. Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir.
Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00