Formaður VR segir laun forstjóra í Kauphöllinni of há Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 12:30 Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir. Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðalárshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var hins vegar nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR telur launin of há og hækkunina ekki í takt við aðrar launahækkanir í landinu. Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni hækkuðu um 13,3 prósent í fyrra. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, hækkuðu mest eða um 46 prósent og námu 3,3 milljónum á mánuði. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, hækkaði einnig verulega eða um 18,5 prósent og námu mánaðarlaun hans 3,5 milljónum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að launin hafi ekki hækkað í takt við aðrar launahækkanir. „Það sem vekur athygli manns, þegar maður lítur yfir þessi forstjóralaun, þá eru þetta mjög há laun. Við erum að tala um að þessi laun séu að meðaltali fimm milljónir á mánuði. Það vekur líka athygli ef maður skoðar þetta út frá þeim hækkunum sem hafa orðið milli ára að hækkanir séu komnar á annan tug í prósentum. Þá staldrar maður aðeins við og þá þarf maður aðeins að hugsa til baka. Það er ekki svo langt síðan hér var hrun," segir Ólafía. Hæstu laun forstjóranna fær Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Ólafía telur að launin séu ef til vill of há og bendir einnig á að einungis ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. „Fimm milljónir eru heils árs laun fyrir suma einstaklinga sem eru hér félagsmenn hjá okkur. Já mér finnst þessi laun vera orðin gríðarlega há. Svo er annað sem vekur athygli mína þegar maður skoðar þennan lista að það er bara ein kona á honum, hitt eru karlmenn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir.
Tengdar fréttir Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00